Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 359. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 455  —  359. mál.




Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar um veiðar og stofnstærð kolmunna.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvernig hefur stofnstærð kolmunna þróast frá 2000?
     2.      Hvað var mælt með að mikið yrði veitt á fyrrgreindu tímabili, ár fyrir ár?
     3.      Hversu mikið var í heildina veitt á hverju þessara ára?


    Leitað var til Hafrannsóknastofnunarinnar um svar við fyrirspurninni og fylgir hér svar hennar.

Stofnstærð kolmunna og afli.


Tölur um afla og stofnstærð eru í millj. tonna.
Ár Hrygningarstofn Áætlaður afli miðað við ráðgjöf Afli
2000 3.562 0.800 1.412
2001 4.005 0.628 1.772
2002 4.881 1 1.556
2003 5.730 0.600 2.365
2004 5.113 0.925 2.420
2005 5.000 1.075 2.571 2
1     ICES samþykkti að engin tillaga yrði lögð fram um ráðlagðan heildarafla fyrr en samningar hefðu tekist um nýtingu kolmunnastofnsins.
2    Aflatölur miðaðar við síðustu tölur í október 2005 .