Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 109. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 476  —  109. mál.




Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar um hjúkrunarrými.

     1.      Hvað eru margir aldraðir á biðlista á landinu öllu, skipt eftir kjördæmum, annars vegar í brýnni þörf eftir dvöl á hjúkrunarheimilum og hins vegar í mjög brýnni þörf.
    Samkvæmt vistunarskrá 1. nóvember voru í Suðvesturkjördæmi 27 aldraðir einstaklingar í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými og 64 í mjög brýnni þörf. Í Suðurkjördæmi voru 11 aldraðir í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými og 44 í mjög brýnni þörf. Í Norðvesturkjördæmi voru sjö aldraðir einstaklingar í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými og 15 í mjög brýnni þörf. Í Norðausturkjödæmi voru tveir aldraðir í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými og 19 í mjög brýnni þörf. Í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður voru samtals sex einstaklingar í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými og 260 í mjög brýnni þörf. Hér eru bæði kjördæmin talin saman þar sem vistunarupplýsingar eru teknar saman af einum matshópi fyrir bæði kjördæmin.

     2.      Hvað eru mörg hjúkrunarrými í landinu á hverja þúsund íbúa skipt eftir sveitarfélögum og hvert er landsmeðaltalið?
    Samkvæmt lögum um málefni aldraðra skal starfa þjónustuhópur aldraðra í hverju heilsugæsluumdæmi og geta sveitarfélög sameinast um þjónustuhóp sé það talið hagkvæmt. Þótt ekki séu lengur skilgreind sérstök heilsugæsluumdæmi er skipulag þjónustuhópa að nokkru leyti í samræmi við þetta fyrirkomulag og mörg sveitarfélög standa saman að þjónustuhópum. Þjónustuhópar á landinu eru samtals 43, en sveitarfélögin eru meira en tvöfalt fleiri. Meðal verkefna þjónustuhópa er að meta vistunarþörf aldraðra á viðkomandi starfssvæði og hafa yfirlit yfir þjónustu við aldraða á svæðinu ásamt því að gera tillögur til sveitarstjórnar um öldrunarþjónustu. Í þessu svari er því miðað við fjölda hjúkrunarrýma á starfssvæði einstakra þjónustuhópa. Tekið er fram hvaða sveitarfélög standa að hverjum þjónustuhópi. Vakin skal athygli á því að þótt engin hjúkrunarrými séu á starfssvæðum einhverra þjónustuhópa hafa þeir jafnan aðgang að hjúkrunarrýmum í öðrum sveitarfélögum.
    Auk þess að birta upplýsingar um fjölda hjúkrunarrýma á hverja þúsund íbúa eftir sveitarfélögum eru hér einnig birtar sambærilegar upplýsingar eftir kjördæmum ásamt upplýsingum um fjölda hjúkrunarrýma á hverja 1.000 íbúa í Reykjavík og nágrenni (Reykjavík, Garðabær, Hafnarfjörður, Álftanes, Kópavogur, Seltjarnarnes og Mosfellsbær).

Hjúkrunarrými á hverja 1.000 íbúa í Reykjavík og nágrenni.


Reykjavík og nágrenni Íbúafjöldi
1. des. 2004
Heimiluð hjúkrunarrými Fjöldi rýma
á 1.000 íbúa
Reykjavík, Garðabær, Hafnarfjörður, Álftanes, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær
183.990

1.468

8,0

Hjúkrunarrými á hverja 1.000 íbúa, eftir kjördæmum.


Kjördæmi Íbúafjöldi
1. des. 2004
Heimiluð hjúkrunarrými Fjöldi rýma
á 1.000 íbúa
Reykjavík norður og suður 113.730 1.065 9,4
Suðvesturkjördæmi 70.260 403 5,7
Suðurkjördæmi 41.110 304 7,4
Norðausturkjördæmi 38.477 371 9,6
Norðvesturkjördæmi 29.714 362 12,2
Samtals 293.291 2.505 44
Landsmeðaltal rýma á hverja 1.000 íbúa 8,9

Hjúkrunarrými á hverja 1.000 íbúa, eftir sveitarfélögum


Þjónustuhópar Íbúafjöldi
1. des. 2004
Heimiluð hjúkrunarrými Fjöldi rýma
á 1.000 íbúa
Matshópur Reykjavíkur: Reykjavíkurborg 113.730 1.065 9,4
Þjónustuhópur Garðabæjar: Garðabær 9.036 90 10,0
Þjónustuhópur Hafnarfjarðar: Hafnarfjarðarkaupstaður     og Sveitarfélagið Álftanes
23.966

233

9,7
Þjónustuhópur Kópavogs: Kópavogsbær 25.784 80 3,1
Þjónustuhópur Mosfellsbæjar: Mosfellsbær, Kjósar-
    hreppur, Bláskógabyggð að hluta og Grímsnes- og Grafningshreppur að hluta


6.927


0


0,0
Þjónustuhópur Seltjarnarness: Seltjarnarneskaupstaður 4.547 0 0,0
Þjónustuhópur Suðurnesja: Reykjanesbær, Grindavíkur-
    hreppur og Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður og Vatnsleysustrandarhreppur


17.092


76


4,4
Þjónustuhópur Akraness: Akraneskaupstaður,
    Hvalfjarðarstrandarhreppur, Skilmannahreppur, Innri-Akraneshreppur og Leirár- og Melahreppur


6.216


67


10,8
Þjónustuhópur Borgarbyggðar og nágrennis:
    Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur, Skorradalshreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur og Kolbeinsstaðahreppur



3.652



20



5,5
Þjónustuhópur Dalabyggðar: Dalabyggð, Reykhóla-
    hreppur og Saurbæjarhreppur

971

48

49,4
Þjónustuhópur Grundarfjarðar: Grundarfjarðarbær 938 10 10,7
Þjónustuhópur Snæfellsbæjar: Snæfellsbær 1.717 10 5,8
Þjónustuhópur Stykkishólmsbæjar: Stykkishólmsbær
    og Helgafellssveit
1.184 19 16,0
Þjónustuhópur Bolungarvíkur: Bolungarvíkurkaupstaður 934 13 13,9
Þjónustuhópur Hólmavíkurhrepps: Hólmavíkurhreppur,
    Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Broddanes- hreppur


689


12


17,4
Þjónustuhópur Ísafjarðarbæjar: Ísafjarðarbær
    og Súðavíkurhreppur

4.366

31

7,1
Þjónustuhópur V-Barðastrandasýslu: Vesturbyggð
    og Tálknafjarðarhreppur

1.346

18

13,4
Þjónustuhópur Akureyrarbæjar: Akureyrarkaupstaður,
    Eyjafjarðarsveit, Hörgárbyggð, Arnarneshreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur og Grímseyjarhreppur



18.866



169



9,0
Þjónustuhópur Dalvíkurbyggðar: Dalvíkurbyggð
    og Hrísey

1.946

24

12,3
Þjónustuhópur Ólafsfjarðar: Ólafsfjarðarbær 980 20 20,4
Þjónustuhópur Raufarhafnarhrepps:     Raufarhafnarhreppur 238 0 0,0
Þjónustuhópur S-Þingeyjarsýslu: Húsavíkurbær,
    Aðaldælahreppur, Tjörneshreppur, Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit


3.890


28


7,2
Þjónustuhópur Vopnafjarðar: Vopnafjarðarhreppur
    og Skeggjastaðahreppur

869

12

13,8
Þjónustuhópur Þórshafnarhrepps: Þórshafnarhreppur
    og Svalbarðshreppur

527

13

24,7
Þjónustuhópur Öxarfjarðarhrepps: Öxarfjarðarhreppur
    og Kelduneshreppur

434

0

0,0
Þjónustuhópur Blönduóss: Blönduósbær, Skagabyggð,
    Höfðahreppur, Áshreppur, Sveinsstaðahreppur, Torfalækjarhreppur, Svínavatnshreppur og Bólstaðarhlíðahreppur



2.067



33



16,0
Þjónustuhópur Húnaþings vestra: Húnaþing vestra
    og Bæjarhreppur

1.278

24

18,8
Þjónustuhópur Siglufjarðar: Siglufjarðarkaupstaður 1.386 28 20,2
Þjónustuhópur Skagafjarðar: Sveitarfélagið
    Skagafjörður og Akrahreppur

4.356

57

13,1
Þjónustuhópur Austurbyggðar og Fáskrúðsfjarðar-
    hrepps:
Austurbyggð og Fáskrúðsfjarðahreppur

924

13

14,1
Þjónustuhópur Djúpavogslæknishéraðs:
    Djúpavogshreppur og Breiðdalshreppur

728

1

1,4
Þjónustuhópur Egilsstaðalæknishéraðs:Borgarfjarðar-
    hreppur, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur

3.762

18

4,8
Þjónustuhópur Fjarðabyggðar: Fjarðarbyggð
    og Mjóafjarðarhreppur
3.213 26 8,1
Þjónustuhópur Hornafjarðar: Sveitarfélagið     Hornafjörður
2.225

26

11,7
Þjónustuhópur Seyðisfjarðar: Seyðisfjarðarkaupstaður 714 19 26,6
Þjónustuhópur Árborgar: Sveitarfélagið Árborg,
    Hraungerðishreppur, Hrunahreppur, Villingaholtshreppur, Gaulverjabæjarhreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur



8.322



71



8,5
Þjónustuhópur Hveragerðis: Hveragerðisbær
    og Ölfus að hluta

2.021

26

12,9
Þjónustuhópur Kirkjubæjarklausturs: Skaftárhreppur 506 17 33,6
Þjónustuhópur Laugaráss: Bláskógabyggð, Grímsnes-
    og Grafningshreppur að hluta

1.232

3

2,4
Þjónustuhópur Rangárþings eystra og ytra:
    Rangárþing eystra og ytra og Ásahreppur

3.251

30

9,2
Þjónustuhópur Vestmannaeyja: Vestmannaeyjabær 4.227 43 10,2
Þjónustuhópur Víkur í Mýrdal: Mýrdalshreppur 509 12 23,6
Þjónustuhópur Ölfuss: Ölfus 1.725 0 0,0
Samtals 293.291 2.505 509
Landsmeðaltal rýma á hverja 1.000 íbúa m.v. þjónustuhópa 11,8