Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 390. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 516  —  390. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um innflutning dýra, nr. 54/1990, með síðari breytingum.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fengið á sinn fund Hákon Sigurgrímsson frá landbúnaðarráðuneytinu. Enn fremur barst umsögn frá Dýraverndarsambandi Íslands sem lýsti ánægju sinni með frumvarpið.
    Með frumvarpinu er lagt til að ákvæði um gjaldskrá fyrir þjónustu sóttvarna- og einangrunarstöðvar falli brott. Einangrunarstöð í eigu einkaaðila hefur nú tekið til starfa og er því óeðlilegt að gefin sé út opinber verðskrá fyrir þjónustu einangrunarstöðva eftir að ríkið hefur dregið sig út úr slíkum rekstri.
    Í Einangrunarstöð gæludýra í Hrísey og í Einangrunarstöð Reykjanesbæjar er tekið á móti köttum og hundum en fuglar og fleiri dýr fara í sóttkví hjá verslunaraðilum eða einkaaðilum. Nefndin lýsir ánægju sinni með tilkomu nýrrar einangrunarstöðvar í Reykjanesbæ og þá breytingu sem hér er lögð til, að fella niður gjaldskrárheimild landbúnaðarráðherra.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Margrét Frímannsdóttir og Dagný Jónsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    

Alþingi, 6. des. 2005.



Drífa Hjartardóttir,


form., frsm.


Anna Kristín Gunnarsdóttir.


Magnús Stefánsson.



Sigurrós Þorgrímsdóttir.


Guðmundur Hallvarðsson.


Valdimar L. Friðriksson.