Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 349. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 538  —  349. mál.




Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar um innleiðingu tilskipana ESB.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu margar tilskipanir ESB hefur Ísland innleitt í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, Schengen-samstarfið og Dyflinnarsamninginn frá því að Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu?

    Samkvæmt upplýsingum frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sem miðaðar eru við 30. apríl 2005 hafa íslensk stjórnvöld innleitt 1.331 tilskipun í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Þess ber að geta að í þessari tölu eru tilskipanir ESB frá því fyrir undirritun EES-samningsins árið 1992. Þær voru um það bil 950 en hluti þeirra hefur verið felldur úr gildi. Ísland hefur samþykkt sex tilskipanir vegna Schengen-samstarfsins en engar varðandi Dyflinnarsamninginn.
    Ísland hefur því hrint í framkvæmd 1.337 tilskipunum samtals í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og samstarfssamningum Íslands um þátttöku í Schengen- samstarfinu og Dyflinnarsamningnum.