Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 420. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 637  —  420. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um upplýsingar um launa- og starfskjör skráðra félaga í Kauphöllinni.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvaða skráð félög í Kauphöllinni og á tilboðsmarkaði hennar hafa farið eftir reglum sem Kauphöllin setti um mitt ár 2003 um launakjör stjórnarmanna og æðstu stjórnenda? Hvaða skráð félög hafa ekki gert slíkt? Óskað er eftir að gerð verði grein fyrir upplýsingum hvers félags um sig um launakjör einstakra stjórnarmanna og æðstu stjórnenda, þ.m.t. kaupréttarsamninga eða sambærilega samninga, ráðningar- eða starfslokasamninga og hlutafjáreign þeirra, sömuleiðis upplýsingum um óvenjuleg viðskipti eða samninga og lífeyrisréttindi umfram það sem venjulegt er.
     2.      Hvaða félög skráð í Kauphöllinni og á tilboðsmarkaði hennar hafa farið að leiðbeinandi reglum um skipan óháðra aðila í stjórnir fyrirtækjanna og skipan starfskjaranefndar og hvaða fyrirtæki hafa ekki gert það?
     3.      Hve oft hefur Kauphöllin gert athugasemdir við að ekki hafi verið farið að leiðbeinandi tilmælum um stjórnarhætti í fyrirtækjum og hver eru þau tilvik?


Skriflegt svar óskast.