Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 421. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 638  —  421. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um skatt á líkamsrækt.

Frá Merði Árnasyni.



     1.      Hverjar voru skatttekjur ríkissjóðs árin 2003 og 2004 af
                  a.      styrkjum sem verkalýðsfélög veittu félögum sínum til líkamsræktar,
                  b.      styrkjum sem atvinnurekendur veittu starfsmönnum sínum til líkamsræktar og stóðu sjálfir straum af,
                  c.      líkamsræktarstyrkjum frá atvinnurekendum sem flokkast sem hlunnindi hjá starfsmönnum?
     2.      Hvað má telja að ríkissjóður missi í skatttekjum af þessum toga vegna ákvæða í reglugerð fjármálaráðherra nr. 483/1994 um frádráttarbæran kostnað atvinnurekenda „við almenna fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu og almenna heilsubótaraðstöðu“ á vinnustaðnum sjálfum?
     3.      Hver er afstaða ráðherra til þess að lagður skuli skattur á áðurnefnda styrki til líkamsræktar?
     4.      Hver er afstaða ráðherra til þess að líkamsrækt starfsmanns í sérstakri „heilsubótaraðstöðu“ á vinnustað er skattfrjáls en stuðningur atvinnurekanda til líkamsræktar annars staðar er skattlagður?