Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 449. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 673  —  449. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um orkunýtingu jarðorkuvera.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Hvert er nýtingarhlutfall raforku sem unnin er úr jarðorku og hversu mikil orka fer til spillis eða er ónýtt í hverju jarðorkuveri fyrir sig? Svar óskast sundurliðað.
     2.      Hvaða tækifæri eru til að nýta orkuna betur, hefur ráðherra áform um að bæta nýtinguna og ef svo er, í hverju er þau fólgin?
     3.      Hversu mikið telur ráðherra unnt að auka aflið í jarðorkunni með djúpborunum?


Skriflegt svar óskast.