Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 493. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 725  —  493. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um tæknifrjóvgun.

Frá Ágústi Ólafi Ágústssyni, Ástu R. Jóhannesdóttur
og Guðrúnu Ögmundsdóttur.


     1.      Hversu margar tæknifrjóvgunarmeðferðir voru niðurgreiddar árið 2005 og hversu margar verða niðurgreiddar árið 2006?
     2.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við ef eftirspurn eftir tæknifrjóvgun verður meiri en gert er ráð fyrir í samningi Landspítala – háskólasjúkrahús og Art Medica?
     3.      Hyggst ráðherra mæta aukinni eftirspurn eftir tæknifrjóvgun vegna réttar samkynhneigðra til tæknifrjóvgunar, verði hann lögfestur á þessu ári?


Skriflegt svar óskast.