Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 508. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 745  —  508. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um fjárveitingar til vegagerðar.

Frá Önnu Kristínu Gunnarsdóttur.



     1.      Hafa verið samþykktar aukafjárveitingar til vegagerðar sl. 10 ár? Ef svo er, hvernig skiptast þær eftir árum og landshlutum?
     2.      Hefur fé til vegagerðar verið skorið niður á sama tímabili, miðað við gildandi samgönguáætlun hverju sinni? Ef svo er, hvernig skiptist niðurskurðurinn eftir árum og landshlutum?
     3.      Hefur verið farið í nýframkvæmdir við vegagerð sl. 10 ár sem ekki voru inni á gildandi samgönguáætlun? Ef svo er, hverjar eru þær og hvaða ár voru framkvæmdir hafnar?


Skriflegt svar óskast.