Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 562. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 816  —  562. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um flóðahættu.

Frá Siv Friðleifsdóttur.



     1.      Telur ráðherra eða almannavarnaráð að tjóna- og slysahætta af völdum stórflóða í ætt við Básendaflóðið árið 1799 hafi aukist, t.d. á höfuðborgarsvæðinu, í ljósi breytinga á sjávarbotni vegna mikillar malartöku þaðan?
     2.      Hafa farið fram rannsóknir á sjónum kringum höfuðborgarsvæðið til að meta slíka áhættu?