Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 590. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 866  —  590. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um samkeppnisstöðu ríkisbanka á húsnæðismarkaði.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.



    Mun ráðherra beita sér fyrir því að samkeppnisstaða ríkisbanka á húsnæðismarkaði gagnvart einkabönkum verði jöfnuð með tilliti til:
     a.      greiðslu ríkisábyrgðargjalds,
     b.      greiðslu tekjuskatts,
     c.      kröfu um eiginfjárhlutfall,
     d.      reglna um greiðslu vaxtabóta vegna viðgerða húsa,
     e.      skuldajöfnunar opinberra gjalda,
     f.      uppgjörsaðferða?