Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 605. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 889  —  605. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um Kvennaskólann á Blönduósi.

Frá Jóni Bjarnasyni.



     1.      Hvaða áætlanir hefur ráðherra um framkvæmd mjög svo brýnna endurbóta og viðgerða á hinu fallega og fornfræga húsi Kvennaskólans á Blönduósi sem er að 2/ 3 í eigu ríkisins og liggur undir skemmdum?
     2.      Hefur ráðherra hugleitt hvernig stjórnvöld geti komið að því með beinum hætti ásamt heimaaðilum að finna Kvennaskólahúsinu verðugt hlutverk sem nýtt geti hin miklu húsakynni og jafnframt haldið sögu þess og reisn á lofti?