Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 581. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 928  —  581. mál.




Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar um skuldbindingar sveitarfélaga.

     Hverjar voru skuldbindingar átta stærstu sveitarfélaganna vegna einkaframkvæmda (eignar- eða rekstrarleigu) á núvirði um síðustu áramót, sundurliðað eftir sveitarfélögum, og hvernig hefur þróun slíkra skuldbindinga verið sl. fjögur ár?

    Samkvæmt reglugerð nr. 944/2000, um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga, með síðari breytingum, ber sveitarfélögum að senda ársreikninga sína til félagsmálaráðuneytisins og Hagstofu Íslands strax að lokinni samþykkt þeirra, en þó eigi síðar en 15. júní ár hvert. Ásreikningar 2005 hafa ekki enn borist ráðuneytinu og því var ekki unnt að taka saman upplýsingar um skuldbindingar sveitarfélaga vegna einkaframkvæmda um síðustu áramót. Upplýsingar í töflu hér á eftir eru því úr ársreikningum 2002–2004 og eru á verðlagi hvers árs.
    Samtals námu skuldbindingar átta fjölmennustu sveitarfélaganna vegna einkaframkvæmda 5.185 millj. kr. árið 2002, 8.539 millj. kr. árið 2003 og 8.546 millj. kr. árið 2004.
    Í töflunni koma fram upplýsingar um þróun skuldbindinga átta fjölmennustu sveitarfélaganna vegna einkaframkvæmda á árunum 2002–2004, sundurliðaðar eftir sveitarfélögum.

Skuldbindingar vegna eigna- eða rekstrarleigusamninga,
þús. kr. á verðlagi hvers árs.
    

Sveitarfélag Íbúafjöldi 1. des. 2005 2002 2003 2004     
Reykjavíkurborg 114.800 1.174.034 1.155.736 1.395.191
Kópavogsbær 26.468 82.000 50.700 48.900
Hafnarfjarðarbær 22.451 3.269.391 3.332.767 3.353.645
Akureyrarkaupstaður 16.736 0 0 0
Reykjanesbær 11.346 659.400 4.000.204 3.748.353
Garðabær 9.423 0 0 1 0 2
Mosfellsbær 7.157 0 3 0 4 0 5
Sveitarfélagið Árborg 6.961 0 0 0
Samtals 5.184.825 8.539.407 8.546.089
1    Sveitarfélagið hefur gert samning um leigu á húsnæði fyrir leikskóla, núvirði samningsgreiðslna kemur ekki fram í ársreikningi en árið 2003 voru greiddar um 16,8 millj. kr. samkvæmt samningnum.
2    Sveitarfélagið hefur gert samning um leigu á húsnæði fyrir Sjálandsskóla, núvirði samningsgreiðslna kemur ekki fram í ársreikningi en fram kemur að árleg leigufjárhæð nemi um 65 millj. kr.
3    Sveitarfélagið hefur gert samning um leigu á húsnæði fyrir tónlistarskóla, núvirði samningsgreiðslna kemur ekki fram í ársreikningi en árið 2002 voru greiddar um 7,3 millj. kr. samkvæmt samningnum.
4    Sveitarfélagið hefur gert samning um leigu á húsnæði fyrir tónlistarskóla, núvirði samningsgreiðslna kemur ekki fram í ársreikningi en árið 2003 voru greiddar um 7,9 millj. kr. samkvæmt samningnum.
5    Sveitarfélagið hefur gert samning um leigu á húsnæði fyrir tónlistarskóla o.fl., núvirði samningsgreiðslna kemur ekki fram í ársreikningi en árið 2004 voru greiddar um 9,7 millj. kr. samkvæmt samningnum.