Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 646. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 951  —  646. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um starfsemi Framtakssjóðs Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

Frá Kristjáni L. Möller.



     1.      Hvernig hefur 1 milljarði kr. sem ríkisstjórnin lagði til Framtakssjóðs Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins af söluandvirði Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. verið ráðstafað og hver hefur annast vörslu sjóðsins?
     2.      Í hvaða fyrirtækjum hefur sjóðurinn fjárfest og hvert er starfssvið þeirra, skipt eftir sveitarfélögum og kjördæmum?
     3.      Er hægt að sjá merkjanlegan árangur af fjárframlögum eða lánum sjóðsins, þ.e. ef litið er til heildarveltu fyrirtækjanna og starfsmannafjölda þeirra?
     4.      Telur ráðherra að markmið sjóðsins um fjárfestingar á landsbyggðinni hafi náðst?
     5.      Hver hefur verið árlegur rekstrarkostnaður sjóðsins frá því að hann hóf störf, á verðlagi 31. desember 2005, skipt eftir launum, húsnæðiskostnaði, sérfræðiaðstoð og öðrum kostnaði?


Skriflegt svar óskast.