Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 290. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1006  —  290. mál.




Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar um söfn.

    Menntamálaráðuneytið leitaði aðstoðar safnaráðs til að svara 1.–3. tölulið fyrirspurnarinar.
    Merking hugtaksins „safn“ á íslensku er í daglegu tali allvíðtæk. Meðal þeirra sem vinna að safnamálum eru hugtökin „safnvísir“, „setur“ og „sýning“ notuð til viðbótar við safnahugtakið til að greina á milli mismunandi tegunda safnstarfsemi. Í 4. gr. safnalaga, nr. 106/2001, er safn skilgreint sem „ ... stofnun, opin almenningi, sem hefur það hlutverk að safna heimildum um manninn, sögu hans, umhverfi og náttúru landsins, standa vörð um þær, rannsaka, miðla upplýsingum og hafa þær til sýnis svo að þær megi nýtast til rannsókna, fræðslu og skemmtunar.“ U.þ.b. 75 stofnanir á Íslandi myndu falla undir þessa skilgreiningu samkvæmt túlkun safnaráðs á 4. gr. safnalaga. Stofnanir í safnastarfi eru þó mun fleiri, eða hátt í 220 talsins. U.þ.b. 145 stofnanir (þ.e. safnvísar, setur og sýningar) sinna ákveðnum þáttum sem telja má til grunnþátta safnastarfs þó að starf þeirra nái ekki til allra þeirra verkefna sem talin eru upp í 4. gr. safnalaga. Eftirfarandi svör ráðuneytisins miðast við allar stofnanir í safnastarfi hvort sem þær falla að fullu undir 4. gr. safnalaga eða ekki og er það gert til að gefa sem heildstæðasta mynd af safnastarfi í landinu. Til hægðarauka hefur safnaráð skipt landinu upp í sjö minjasvæði sem fylgja nokkurn veginn kjördæmaskipaninni fyrir síðustu breytingar. Upplýsingarnar ná ekki til safna sem skilgreind eru sem skjalasöfn.

     1.      Hvað eru starfrækt mörg söfn hér á landi, sundurliðað eftir sveitarfélögum?
    Samkvæmt nýjustu upplýsingum ráðuneytisins starfa 218 söfn, safnvísar, setur, sýningar og aðrar stofnanir í safnastarfi hér á landi. Á minjasvæði 1 (Reykjavík) starfa 40 stofnanir, á minjasvæði 2 (Reykjanesi) 17, á minjasvæði 3 (Vesturlandi) 25, á minjasvæði 4 (Vestfjörðum) 17, á minjasvæði 5a (Norðurlandi) 38, á minjasvæði 5b (Akureyri) 13, á minjasvæði 6 (Austurlandi) 34 og á minjasvæði 7 (Suðurlandi) eru stofnanirnar 34.

     2.      Hver var opinber styrkur til safnastarfs í heild sl. tvö ár, sundurliðað eftir söfnum og árum?

    Fjárveitingar ríkis til safnastarfs eru einkum eftirfarandi:
          til beins rekstrar ríkissafna,
          með fjárveitingu í Safnasjóð sem útdeilir ríkisstyrkjum til safna,
          með samningum einstakra safna við ráðuneyti (aðallega stofnstyrkir vegna húsnæðis),
          með samningum ríkisins við sveitarstjórnir um styrki til menningarmála,
          með einstaka styrkjum til safna á fjárlögum sem fjárlaganefnd ákvarðar,
          með öðrum styrkjum (m.a. í gegnum opinbera sjóði og sjóði sem styrktir eru af ríkinu).
    Erfitt er að fá nákvæma tölu yfir heildarútgjöld hins opinbera til safnastarfs þar sem oft er óljóst hve hátt hlutfall af fjárveitingum hefur runnið til safnastarfs. Söfn eru t.a.m. rekin innan stofnana á vegum ríkisins (sbr. t.d. Listasafn Háskóla Íslands, Búvélasafnið á Hvanneyri og Náttúrugripasafn Íslands sem Náttúrufræðistofnun Íslands rekur) en ekki er tilgreint á fjárlögum hve hár hluti opinberra fjárveitinga til viðkomandi stofnana rennur til safnastarfsins. Eins er óljóst hve hár hluti menningarsamninga ríkisvaldsins við ákveðin landsvæði rennur til safnastarfs.
    Heildarfjárveitingar ríkis til safnastarfs fyrir árin 2003 og 2004 samkvæmt þeim upplýsingum sem eru fyrir hendi koma fram í eftirfarandi töflu.

Heildarfjárveitingar ríkis til safnastarfs 2003 og 2004, þús. kr.


2003 2004
Framlög til stofnana í safnastarfi á fjárlögum 1.134.473 1.078.000
Safnasjóður, samningar og óskipt á fjárlögum 98.850 86.000
Aðrir sjóðir á fjárlögum 48.850 30.650
Samtals 1.282.173 1.194.650


     2.      Hver var gestafjöldi safnanna sl. tvö ár, sundurliðað eftir söfnum og árum?
    Upplýsingar frá Hagstofu Íslands fyrir 2004 eru enn ekki opinberar. Hagstofan gefur jafnframt ekki upplýsingar um gestafjölda einstaka stofnana, heldur birtir upplýsingar um heildarfjölda safngesta eftir landshlutum. Eftirfarandi er byggt á töflu 21.14 úr upplýsingaritinu Landshagir 2005 – menningarmál og rannsóknir, sem gefið er út af Hagstofu Íslands.

Gestir safna 1995–2003.


Fjöldi safna og garða1 Gestir alls Höfuðborgar- svæði Suðurnes Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland
Gestafjöldi alls
1995 82 829.192 590.679 35.733 18.922 18.470 49.527 53.721 22.387 39.753
1996 87 857.470 586.078 30.730 21.385 17.580 51.350 53.690 24.776 71.881
1997 88 819.352 551.110 34.908 21.899 18.960 50.101 49.363 24.235 68.776
1998 96 839.508 520.998 36.930 34.772 24.944 60.444 55.890 21.850 83.680
1999 97 824.558 520.193 37.510 32.078 23.971 52.791 60.545 23.408 74.062
2000 104 917.832 544.000 45.365 40.201 28.030 54.227 66.316 31.410 108.283
2001 105 957.164 566.277 41.046 50.980 29.868 49.293 72.143 39.945 107.612
2002 108 1.124.946 649.796 66.029 70.490 29.412 55.788 97.247 48.809 107.375
2003 121 1.192.089 684.362 61.996 57.039 40.680 65.375 96.548 60.056 126.033
Minja- og munasöfn
1995 80 641.800 423.820 15.200 18.922 18.470 49.527 53.721 22.387 39.753
1996 84 635.913 395.328 8.730 21.385 17.580 51.350 53.690 24.776 63.074
1997 85 573.562 344.361 8.908 21.899 18.960 50.101 49.363 24.235 55.735
1998 92 602.422 329.131 10.930 34.772 24.944 55.480 55.890 21.850 69.425
1999 93 583.241 326.565 11.010 32.078 23.971 45.791 60.545 23.408 59.873
2000 100 707.819 374.571 22.365 40.201 28.030 49.227 66.316 31.410 95.699
2001 101 726.307 376.068 17.046 50.980 29.868 45.293 72.143 39.945 94.964
2002 104 877.225 440.835 46.029 70.490 29.412 51.708 97.247 48.809 92.695
2003 117 948.421 472.661 46.996 57.039 40.680 63.875 96.548 60.056 110.566
Fiskasöfn og dýragarðar
1995 2 187.392 166.859 20.533 * * * * * *
1996 3 221.557 190.750 22.000 * * * * * 8.807
1997 3 245.790 206.749 26.000 * * * * * 13.041
1998 4 237.086 191.867 26.000 * * 4.964 * * 14.255
1999 4 241.317 193.628 26.500 * * 7.000 * * 14.189
2000 4 210.013 169.429 23.000 * * 5.000 * * 12.584
2001 4 230.857 190.209 24.000 * * 4.000 * * 12.648
2002 4 247.721 208.961 20.000 * * 4.080 * * 14.680
2003 4 243.668 211.701 15.000 * * 1.500 * * 15.467
Skýringar: Söfn ásamt vísindamiðstöðvum, fræðasetrum og föstum sýningum opnum almenningi. Gestir grasagarða eru ekki meðtaldir. Gestafjöldi er að hluta áætlaður. Endurskoðaðar tölur.
1 Einungis söfn og garðar sem veita upplýsingar um gestafjölda.
Heimildir: Hagstofa Íslands, söfnin.

    Safnaráð safnar upplýsingum um þær stofnanir sem sækja um styrki í safnasjóð og þær upplýsingar fyrir árin 2003 og 2004 koma fram í töflunni.

Gestafjöldi 2003 og 2004 á stofnunum sem sóttu í Safnasjóð fyrir árin 2005 og 2006.

Heiti safnastofnunar 2003 2004
Bóka- og byggðasafn Norður-Þingeyinga 723 517
Byggða- og bæjabókasafn Ölfuss Sótti ekki um ?
Byggðasafn Dalamanna 530 637
Byggðasafn Gerðahrepps, Garðskaga 1.000 1.200
Byggðasafn Hafnarfjarðar 11.376 10.318
Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna 5.000 2.300
Byggðasafn Rangæinga og V-Skaftfellinga í Skógum 35.200 36.500
Byggðasafn Reykjanesbæjar 5.560 12.842
Byggðasafn Skagfirðinga Glaumbæ 25.000 26.000
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla (Norska húsinu) 5.986 6.200
Byggðasafn Vestfjarða 10.000 ?
Byggðasafnið Breiðdalsvík ? Sótti ekki um
Byggðasafnið Hvoll, Dalvíkurbyggð 5.175 5.486
Draumasetrið Skuggsjá Sótti ekki um 600
Fiska- og Náttúrugripasafn Vestmannaeyja ? 6.966
Flugsafn Íslands, Akureyri 800 1.000
Fugla- og steinasafn Djúpavogshrepps 654 Sótti ekki um
Listasverkasafnið Gagn og gaman, Gerðubergi ? Sótti ekki um
Grafíksafn Íslands 4.000 Sótti ekki um
Hafnarborg 70.000 71.800
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi 2.800 2.800
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga 2.500 Sótti ekki um
Húsið á Eyrarbakka – Byggðasafn Árnesinga 5.150 4.600
Húsið á Eyrarbakka – Byggðasafn Árnesinga, Náttúrugripasafn ? Sótti ekki um
Húsið á Eyrarbakka – Rjómabúið á Baugsstöðum 1.467 ?
Húsið á Eyrarbakka – Sjóminjasafnið á Eyrarbakka 3.500 3.900
Hvalamiðstöðin á Húsavík 19.000 18.300
Iðnaðarsafnið á Akureyri ? 1.500
Kirkjubæjarstofa Sótti ekki um 700
Kvennasögusafn Íslands (skjalasafn) 259 Sótti ekki um
Leikminjasafn Íslands ? ?
Listasafn Árnesinga 2.000 2.500
Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn 22.170 24.094
Listasafn Reykjanesbæjar 15.074 29.111
Listasafn Reykjavíkur 153.000 160.000
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar 5.040 Sótti ekki um
Listasafnið á Akureyri 16.500 Sótti ekki um
Listasetrið Kirkjuhvoll, Akranesi 2.250 Sótti ekki um
Ljósmyndasafn Reykjavíkur 17.000 18.000
Ljósmyndasafn Sigurgeirs Jónassonar Sótti ekki um ?
Menningarmiðstöð Hornafjarðar – Byggðasafn Austur-Skaftafellssýslu 9.000
Menningarmiðstöð Hornafjarðar – Listasafn Austur-Skaftafellssýslu 6.000 2.000
Menningarmiðstöð Hornafjarðar – Náttúrugripasafn Austur-Skaftafellssýslu 4.000 ?
Minjasafn Egils Ólafssonar 4.700 3.415
Minjasafn Reykjavíkur – Árbæjarsafn 39.000 37.000
Minjasafn Reykjavíkur – Viðey 18.000 ?
Minjasafnið á Akureyri 25.085 22.735
Minjasafnið á Bustarfelli 2.078 2.062
Safn Mats Wibe Lund – Myndasafn.is 7.800 Sótti ekki um
Náttúrufræðistofa Kópavogs 7.235 8.628
Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar ? Sótti ekki um
Náttúrustofa Vestfjarða, Bolungarvík – Náttúrugripasafnið í Bolungarvík 1.375 Sótti ekki um
Nonnahús 6.250 5.096
Nýlistasafnið 16.000 17.800
Safnahús Borgarfjarðar – Byggðasafn Borgfirðinga 487 800
Safnahús Borgarfjarðar – Náttúrugripasafn Borgarfjarðar 487 800
Safnahús Borgarfjarðar – Listasafn Borgarness 3.000 800
Safnahús Vestmannaeyja – Byggðasafn Vestmannaeyja 5.361 5.423
Safnahús Vestmannaeyja – Listasafn Vestmannaeyja 3.768 4.219
Safnahús Vestmannaeyja – Ljósmyndasafn Vestmannaeyja ? ?
Safnahúsið á Egilsstöðum – Minjasafn Austurlands 2.158 1.350
Safnahúsið á Húsavík – Byggðasafn Suður-Þingeyinga 9.073 8.502
Safnahúsið á Húsavík – Myndlistarsafn 6.921 6.186
Safnahúsið á Húsavík – Náttúrugripasafn 6.921 6.186
Safnahúsið Eyrartúni, Ísafirði – Listasafn Ísafjarðar ? 15.000
Safnahúsið Eyrartúni, Ísafirði – Ljósmyndasafn Ísafjarðar 50 50
Safnasafnið á Svalbarðseyri 3.900 2.700
Safnastofnun Fjarðabyggðar – Íslenska stríðsárasafnið 2.176 Sótti ekki um
Safnastofnun Fjarðabyggðar – Náttúrugripasafnið Neskaupsstað 851 561
Safnastofnun Fjarðabyggðar – Safn Jósafats Hinrikssonar 2.000 Sótti ekki um
Safnastofnun Fjarðabyggðar – Sjóminjasafn Austurlands 1.460 1.503
Safnasvæðið á Akranesi – Byggðasafn Akraness og nærsveita 26.328 26.860
Safnasvæðið á Akranesi – Steinaríki Íslands 26.328 Sótti ekki um
Samgönguminjasafnið Ystafelli 3.638 3.348
Sauðfjársetur á Ströndum 2.980 2.850
Síldarminjasafnið á Siglufirði 6.000 14.000
Sjóminjasafnið Ósvör, Bolungarvík 7.000 Sótti ekki um
Steinasafnið Teigarhorni 2.289 Sótti ekki um
Tónminjasetur Íslands 6.330 Sótti ekki um
Tækniminjasafn Austurlands, Seyðisfirði 1.490 2.455
Veiðisafnið 3.506 5.781
Verslunarminjasafnið, Hvammstanga (Bardúsa) 2.500 Sótti ekki um
Véla- og samgönguminjasafnið Stóragerði ? 1.800
Víkin – Sjóminjasafnið í Reykjavík ? ?
.Samtals 84 söfn 732.239 657.781
? = Umbeðnar upplýsingar komu ekki fram í umsókn.

    Tölum um gestafjölda safna (sér í lagi smærri stofnana) ber að taka með fyrirvara. Athuga ber að tölurnar í töflunni hér að framan sýna fjölda þeirra gesta sem heimsóttu stofnanirnar. Tölurnar ná ekki yfir safngesti sem „heimsækja“ sýningar eða skoða upplýsingar um safnkost á vefnum, en í flestum tilfellum bjóða söfn upp á slíkar upplýsingar, jafnvel sérhannaðar vefsýningar (t.a.m. ljósmyndasöfn). Enn fremur telja sumar smærri safnastofnanir einungis úr gestabók, gera má ráð fyrir að einhver hluti safngesta riti ekki í gestabækur.
    Gestafjöldi Þjóðminjasafns Íslands og Listasafns Íslands á árunum 2003–2005 er sem hér segir:

Þjóðminjasafn Íslands.    
    Árið 2003 voru sýningargestir 81.860 (á sýningar utan safnhússins en það var lokað þetta ár).
    Árið 2004 voru sýningargestir 195.000 (þar af komu 35.000 gestir í safnhúsið frá 1. september 2004 til áramóta, en 160.000 gestir á sýningar utan hússins, m.a. erlendis).
    1. september 2004 til 31. ágúst 2005, þ.e. fyrstu 12 mánuðina eftir að safnhúsið var opnað, komu um 100.000 gestir í húsið.
    Árið 2005 voru skráðir gestir í safnhúsið 77.990. Áætlað er að heildarfjöldi hafi ekki verið undir 80.000.

Listasafn Íslands.
    Árið 2003 voru sýningargestir 27.714.
    Árið 2004 voru sýningargestir 31.104.
    Árið 2005 voru sýningargestir 43.438 (29.938 komu í safnið en 13.500 á sýningu Listasafns Íslands á Kjarvalsstöðum).

     3.      Hefur verið til skoðunar hjá stjórnvöldum að skilyrða stuðning við safnastarf við að aðgangseyrir verði felldur niður, að fullu eða hluta?

    Felldur hefur verið niður aðgangseyrir að Listasafni Íslands í tilraunaskyni. Í framhaldi af þeirri tilraun verður skoðað hvort fella eigi niður aðgangseyri hjá öðrum ríkissöfnum. Innan ráðuneytisins hefur ekki verið fjallað um þá hugmynd að skilyrða ríkisstuðning við önnur söfn því að þau felli niður aðgangseyri. Hugmyndin hefur verið til umræðu innan vinnuhóps sem nú vinnur að endurskoðun safnalaga og verður skoðuð nánar þegar heildartillögur vinnuhópsins liggja fyrir.