Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 752. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1101  —  752. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um birgðastöð eldsneytis fyrir höfuðborgarsvæðið.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



     1.      Hve miklir verða eldsneytisflutningar til höfuðborgarsvæðisins í tonnum talið ef af áformum verður um flutning birgðastöðvar eldsneytis úr Örfirisey til Helguvíkur?
     2.      Hve margir tankbílar með eldsneyti færu þá um Reykjanesbraut á dag annars vegar og á ári hins vegar? Hve mikið mundi umferð slíkra bíla aukast miðað við núverandi aðstæður?
     3.      Hvaða öryggisráðstafanir þarf að gera hvað varðar umferð um Reykjanesbraut ef eldsneyti verður dreift frá Helguvík?
     4.      Eru nýjar úrlausnir mögulegar varðandi geymslu eldsneytis og dreifingu á höfuðborgarsvæðinu eða í Helguvík?
     5.      Hve mikið eykst kostnaður við dreifingu á eldsneyti um höfuðborgarsvæðið ef birgðastöð verður í Helguvík?
     6.      Telur ráðherra rétt með tilliti til öryggis að ein stór birgðastöð eldsneytis sé starfrækt fyrir höfuðborgarsvæðið?


Skriflegt svar óskast.