Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 679. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 1246  —  679. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur og Jóns Gunnarssonar um skattbyrði.

     1.      Hvernig hefur skattbyrði hjóna með tvö börn undir sjö ára aldri þróast árin 1995–2006, miðað við að tekjur hjóna séu tvöföld eftirfarandi mánaðarlaun einstaklinga árið 2006 og þá jafngildi þeirra launa árið 1995, að teknu tilliti til þróunar launavísitölu:
                  a.      100.000      kr.,
                  b.      130.000 kr.,
                  c.      150.000 kr.,
                  d.      170.000 kr.,
                  e.      190.000 kr.,
                  f.      210.000 kr.?

         Óskað er eftir að tímabundin frestun skatta á lífeyrissjóðsgreiðslur sé ekki tekin inn í samanburðinn, þar sem frestun skattgreiðslna er ekki sama og skattlausar tekjur.
    Sú aðferð sem fyrirspyrjendur fara fram á að sé notuð til að bakreikna launaviðmiðun miðað við launavísitölu gerir það að verkum að ekki er verið að bera saman sambærilegar stærðir. Tölur um skattbyrði eins og hér koma fram eru ekki sambærilegar við aðra útreikninga fjármálaráðuneytisins um skattbyrði vegna skattalegrar meðferðar framlaga í lífeyrissjóði. Neikvæð tala þýðir að framteljandi fær barnabætur greiddar út.
Mánaðarlaun 2006 100.000 130.000 150.000 170.000 190.000 210.000
Tvöföld mánaðarlaun 2006 200.000 260.000 300.000 340.000 380.000 420.000
Heildarskattbyrði 2006 –25,3% 8,8% 19,3% 27,3% 33,7% 38,8%
Mánaðarlaun 1995 49.148 63.892 73.721 83.551 93.380 103.210
Tvöföld mánaðarlaun 1995 98.295 127.784 147.443 167.102 186.761 206.420
Heildarskattbyrði 1995 –31,3% –9,1% 6,3% 15,4% 22,6% 28,5%

     2.      Hvernig hefur skattbyrði einstaklings þróast á sama tíma, miðað við sömu launaforsendur og í 1. tölulið?
Mánaðarlaun 2006 100.000 130.000 150.000 170.000 190.000 210.000
Heildarskattbyrði 2006 7,7% 14,4% 17,4% 19,6% 21,4% 22,9%
Mánaðarlaun 1995 49.148 63.892 73.721 83.551 93.380 103.210
Heildarskattbyrði 1995 0,0% 3,6% 8,7% 12,6% 15,7% 18,2%