Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 105. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 105  —  105. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um lánveitingar Íbúðalánasjóðs.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur



     1.      Hvaða áhrif hefur það haft á þann hóp með lágar tekjur sem áður fékk viðbótarlán til húsnæðiskaupa hjá Íbúðalánasjóði að hámarkslánin voru lækkuð í 80% og telur ráðherra að aðgerða sé þörf til að þeir sem áður fengu viðbótarlán geti eignast húsnæði?
     2.      Hve stór hópur er það sem ekki hefur staðist greiðslumat eftir að hámarkslán voru lækkuð í 80%?
     3.      Hvað má ætla að margir í fyrrgreindum hópi þurfi að fjármagna íbúðarkaup með skammtímalánum eða yfirdráttarlánum eftir að hámarkslánin voru lækkuð?
     4.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir breytingu á hámarkslánum eða skilyrðum um veðhæfi eigna hjá Íbúðalánasjóði og þá hvenær? Ef ekki eru áform uppi um hækkun hámarkslána, kæmi til greina að hækka þau strax hjá þeim tekjuhópi sem áður fékk viðbótarlán?