Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 108. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 108  —  108. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um húsaleigubætur.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur



     1.      Hver er ástæða þess að ráðherra hefur ekki breytt reglugerð og hækkað grunnfjárhæðir húsaleigubóta sl. sex ár?
     2.      Hve mikið hefðu grunnfjárhæðirnar hækkað ef þær hefðu fylgt vísitölu greiddrar húsaleigu samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands frá því í árslok 2000 til október 2006 og hve háar fjárhæðir hafa sparast árlega á tímabilinu með því að hafa grunnfjárhæðirnar óbreyttar?
     3.      Er ráðherra reiðubúinn að beita sér fyrir því í samráði við sveitarfélögin að grunnfjárhæðir húsaleigubóta verði hækkaðar í samræmi við breytingar á vísitölu greiddrar húsaleigu frá því í árslok 2000?