Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 113. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 113  —  113. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um fíkniefni.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hve mikið magn fíkniefna hafa lögregla og tollgæsla lagt hald á árin 2004 og 2005 og það sem af er árinu 2006, og hvert er áætlað götuverðmæti þeirra? Er um að ræða aukningu á þessu ári samanborið við 2003 og 2004 og þá hve mikla?
     2.      Hve margir hlutu dóm fyrir innflutning eða dreifingu fíkniefna árin 2004 og 2005?
     3.      Hver er fjöldi þeirra sem talinn er hafa ánetjast fíkniefnum, skipt eftir aldri og kyni?
     4.      Telur ráðherra að það fé sem varið er til toll- og löggæslu, þ.m.t. fíkniefnadeildar lögreglunnar, sé nægjanlegt til að halda uppi öflugum forvörnum og eftirliti með innflutningi, dreifingu og neyslu fíkniefna? Hve miklu fé var varið til þess árin 2005 og 2006?
     5.      Eru uppi áform um að efla fíkniefnavarnir og þá hvernig?


Skriflegt svar óskast.