Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 114. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 114  —  114. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um eignarhluta og þátttöku viðskiptabankanna í annarri starfsemi.

Frá Jóhannu Sigurðardóttur.



     1.      Hver var eignarhlutur annars vegar og hins vegar þátttaka bankanna í óskyldum rekstri, sbr. ákvæði 21. og 22. gr. laga um fjármálafyrirtæki, sundurliðað eftir atvinnugreinum og árunum 2003 til 1. júlí 2006? Hve lengi hefur þátttaka bankanna í óskyldri starfsemi staðið?
     2.      Hver er reynsla Fjármálaleftirlitsins af leiðbeinandi tilmælum sem sett voru 2001 um þátttöku viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja í atvinnustarfsemi?
     3.      Hefur Fjármálaeftirlitið gert athugasemdir við viðskiptabankana um að starfsemi þeirra skv. 21.–23. gr. laga um fjármálafyrirtæki feli í sér hagsmunaárekstra eða gangi gegn ákvæðum laga og reglna sem um slíka starfsemi gilda?
     4.      Er ástæða til að mati ráðherra eða Fjármálaeftirlitsins að setja í löggjöf hert ákvæði um eignarhluta eða þátttöku banka í óskyldri starfsemi, þ.m.t. ákvæði um hve lengi slík þátttaka eða eignaraðild bankanna getur varað?


Skriflegt svar óskast.