Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 116. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 116  —  116. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um meðlagsgreiðslur.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvernig er fyrirkomulag meðlagsgreiðslna og upphæð lágmarksmeðlags hér á landi samanborið við önnur ríki á Norðurlöndum?
     2.      Hver er skattaleg staða meðlagsgreiðenda gagnvart meðlagi og bótagreiðslum, svo sem barnabótum og vaxtabótum, hér á landi samanborið við önnur ríki á Norðurlöndum?
     3.      Hvaða reglur gilda um skyldu meðlagsgreiðenda til að greiða aukameðlag, hvaða rök liggja að baki þeim reglum, og telur ráðherra ástæðu til að endurskoða þær reglur sem gilda um meðlagsgreiðslur almennt?
     4.      Hve margir meðlagsgreiðendur greiddu aukameðlag árlega frá árinu 2000 til 1. október 2006, annars vegar aukameðlag samkvæmt úrskurðum sýslumannsembættanna og hins vegar sérstakt meðlag, sundurliðað eftir tegundum greiðslna? Hvert er hlutfall hvors hóps um sig af heildarfjölda meðlagsgreiðenda?
     5.      Telur ráðherra ástæðu til að breyta fjárhæð meðlagsgreiðslna þannig að þær taki meira mið af raunverulegri framfærsluþörf barna?


Skriflegt svar óskast.