Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 119. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 119  —  119. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ.

Frá Valdimar L. Friðrikssyni.



    Hefur áætlun heilbrigðisráðuneytis um uppbyggingu öldrunarþjónustu 2002–2007 þar sem gert var ráð fyrir 100 millj. kr. í uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ verið fylgt eftir? Ef ekki, hyggst ráðherra beita sér fyrir uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ? Hvenær munu þá framkvæmdir hefjast og hvenær er áætlað að það taki til starfa?