Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 163. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 163  —  163. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um reiknilíkan heilbrigðisstofnana.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hvernig eru einstakir veigamiklir þættir sem hafa áhrif á rekstur heilbrigðisstofnana, t.d. fjölmennar frístundabyggðir í umdæmi þeirra, teknir inn í reiknilíkan stofnananna?
     2.      Hefur verið gerð úttekt á fólksfjölda í frístundabyggð á þjónustusvæði hverrar heilbrigðisstofnunar og hlutfalli þeirra í veittri þjónustu viðkomandi stofnunar?
     3.      Munu heilbrigðisstofnanir fá leiðrétt rekstrarframlög undangenginna 2–5 ára í samræmi við niðurstöður reiknilíkansins?