Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 168. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 168  —  168. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um sóknarmark skipa.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



     1.      Hvaða skip fengu eða völdu sóknarmark árið 1984, hver var afli þeirra það ár í hverri tegund sem sætti takmörkunum á heildarafla og hvert hefði aflamark þeirra orðið ef þeim hefði verið gert að sæta því?
     2.      Hver urðu áhrif sóknarmarksins, sem gilti frá 1984 til úthlutunar aflaheimilda samkvæmt lögum nr. 38/1990, á ákvarðaða aflahlutdeild þeirra skipa sem sættu aflamarki á þeim tíma, sundurliðað eftir botnfisktegundum?
     3.      Hversu mikil breyting hefur orðið samtals á þeirri skiptingu aflahlutdeilda milli skipa sem ákvörðuð var í kjölfar laga nr. 38/1990 með því að taka mið af nýrri veiðireynslu, sundurliðað eftir botnfisktegundum? Hvert var viðmiðunartímabilið og hve mikil var breytingin hverju sinni?


Skriflegt svar óskast.