Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 170. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 170  —  170. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Hversu löng bið er eftir greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins:
                  a.      fyrir börn í leikskóla
                  b.      fyrir börn á grunnskólaaldri?
     2.      Hvernig er samstarfi Greiningarstöðvarinnar og BUGL háttað hvað varðar greiningu á börnum með einhverfueinkenni og geðræn vandamál?
     3.      Hvað þarf barn sem hefur fengið greiningu á BUGL og þarf nánari greiningu á Greiningarstöðinni að bíða lengi eftir henni?