Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 196. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 197  —  196. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um bann við botnvörpuveiðum.

Frá Guðjóni Hjörleifssyni.



     1.      Telur ráðherra að hugsanlegt bann við botnvörpuveiðum á úthafinu gæti aukið líkur á að stjórn fiskveiða færðist til alþjóðastofnana, svo sem Sameinuðu þjóðanna?
     2.      Telur ráðherra líklegt að ef botnvörpuveiðar verða bannaðar á úthafinu verði þær fljótlega bannaðar alls staðar?