Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 115. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 229  —  115. mál.




Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um nýbyggingar.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu margar nýbyggingar, sérbýli annars vegar og fjölbýli hins vegar, voru byggðar árlega árin 2000–2005, að báðum árum meðtöldum, og hvað má áætla að margar verði byggðar á yfirstandandi ári?
     2.      Hver hefur þróunin orðið á verði nýbygginga, sérbýla annars vegar og fjölbýla hins vegar, á þessu tímabili?
     3.      Hver hefur þróunin orðið á verði eldra húsnæðis, sérbýla annars vegar og fjölbýla hins vegar, á þessu tímabili?
     4.      Hver var áætluð þörf fyrir nýbyggingar árin 2000–2006, að báðum árum meðtöldum, annars vegar sérbýli og hins vegar fjölbýli, og hvað liggur fyrir um áætlaða þörf fyrir nýbyggingar árlega fram til ársins 2010?

    
    Aflað var upplýsinga frá Fasteignamati ríkisins og af vefsíðu Orkuspárnefndar.

Fjöldi nýbygginga.
    Í töflu 1 koma fram upplýsingar um fjölda nýbygginga á árunum 2000–2005, í sérbýli annars vegar og fjölbýli hins vegar. Upplýsingarnar eru fengnar úr Landskrá fasteigna. Byggingarár er árið sem viðkomandi eign er skráð fokheld og fjöldi nýbyggðra íbúða er því fjöldi fokheldra íbúða á ári. Frávik geta orðið á tölunum vegna breyttrar skráningar. Tölum fyrir árin 2004 og 2005 þarf að taka með sérstökum fyrirvara af þeim sökum.
    Ekki er hægt að áætla hversu margar íbúðir verði byggðar á yfirstandandi ári út frá fyrirliggjandi gögnum.

Tafla 1. Fjöldi íbúða í nýbyggðum íbúðarhúsum.

Landið allt Höfuðborgarsvæðið Utan höfuðborgarsvæðisins
Byggingarár Sérbýli Fjölbýli Sérbýli Fjölbýli Sérbýli Fjölbýli
2000 806 1.053 502 918 304 135
2001 704 1.140 349 922 355 218
2002 709 1.297 373 996 336 301
2003 660 1.719 230 1.457 430 262
2004 790 2.108 310 1.561 480 547
2005 717 1.709 256 1.141 461 568

Verðþróun nýbygginga.
    Ekki er hægt að meta verðþróun á fasteignum utan höfuðborgarsvæðisins út frá fyrirliggjandi gögnum. Tafla 2 sýnir söluverð nýrra og eldri fasteigna á árunum 2000–2005 á höfuðborgarsvæðinu. Nýjar fasteignir eru skilgreindar sem byggingar sem voru fokheldar sama ár og þær voru seldar eða árið áður. Eldri fasteignir eru skilgreindar sem þær byggingar sem voru fokheldar meira en ári áður en þær voru seldar.
    Núvirt kaupverð á fermetra er einfalt meðaltal söluverðs fært til staðgreiðsluvirðis á skráða fermetratölu fasteigna í þúsundum króna. Túlka verður verðþróun samkvæmt þessu meðaltali með varúð þar sem það tekur ekki tillit til annarra gæðaþátta en flatarmáls. Meðalflatarmál seldra eigna er gefið upp í fermetrum.
    Vakin er athygli á því að fáir kaupsamningar eru um nýtt sérbýli og því ber að túlka verðþróun þess með ákveðnum fyrirvara.

Tafla 2. Nýbyggingar.

Sérbýli Fjölbýli
Ár Fjöldi samninga Núvirt kaupverð á fermetra Meðalflatarmál Fjöldi samninga Núvirt kaupverð á fermetra Meðalflatarmál
2000 33 89,8 179,5 370 99,9 118,8
2001 31 86,7 170,6 353 110,1 114,0
2002 17 92,4 196,1 560 117,5 116,9
2003 22 113,3 197,3 725 130,3 116,2
2004 47 140,3 159,4 1.265 145,0 114,2
2005 83 176,3 163,2 1.228 183,9 116,3

Verðþróun eldri fasteigna.
    Ekki er hægt að meta verðþróun á fasteignum utan höfuðborgarsvæðisins út frá fyrirliggjandi gögnum. Tafla 3 sýnir söluverð eldri fasteigna á árunum 2000–2005 á höfuðborgarsvæðinu. Eldri fasteignir eru skilgreindar sem þær byggingar sem voru fokheldar meira en ári áður en þær voru seldar.
    Núvirt kaupverð á fermetra er einfalt meðaltal söluverðs fært til staðgreiðsluvirðis á skráða fermetratölu fasteigna í þúsundum króna. Túlka verður verðþróun samkvæmt þessu meðaltali með varúð þar sem það tekur ekki tillit til annarra gæðaþátta en flatarmáls. Meðalflatarmál seldra eigna er gefið upp í fermetrum.

Tafla 3. Eldri fasteignir.

Sérbýli Fjölbýli
Ár Fjöldi samninga Núvirt kaupverð á fermetra Meðalflatarmál Fjöldi samninga Núvirt kaupverð á fermetra Meðalflatarmál
2000 848 87,2 193,1 4.174 101,1 90,6
2001 895 94,5 190,8 4.131 106,5 92,7
2002 956 98,4 190,4 4.507 110,9 95,1
2003 1.164 108,4 195,7 5.151 125,1 95,1
2004 1.228 126,8 196,1 5.856 141,1 95,4
2005 1.041 183,4 190,2 5.385 187,7 92,1

Spár um íbúðafjölda.
    Orkuspárnefnd birtir árlega spár um fjölda íbúða á landinu en spáin er ekki sundurliðuð milli sérbýlis og fjölbýlis. Í töflu 4 er spá nefndarinnar frá árinu 2000 fyrir árin 2000–2006 og í töflu 5 er spá nefndarinnar frá árinu 2005 fyrir árin 2007–2010.

Tafla 4. Spá um fjölda íbúða á landinu árin 2000–2005.1

Ár Fjöldi íbúða Aukning milli ára
2000 104.512 1.241
2001 105.833 1.321
2002 106.999 1.166
2003 108.437 1.438
2004 109.929 1.492
2005 111.482 1.553
1 Orkuspárnefnd, Almennar forsendur orkuspáa 2000, tafla 4.2


Tafla 5. Spá um fjölda íbúða á landinu árin 2006–2010.2

Ár Fjöldi íbúða Aukning milli ára
2006 117.087
2007 118.384 1.297
2008 119.702 1.318
2009 120.932 1.230
2010 122.132 1.200
2 Orkuspárnefnd, Almennar forsendur orkuspáa 2005, tafla 4.2