Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 255. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 258  —  255. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um umferðaröryggismál.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvernig er þjóðvegaeftirliti nú háttað og telur ráðherra ástæðu til að auka forvarnir á þjóðvegum með því að taka upp sérstakt eftirlit með sérmerktum bílum á vegum lögreglunnar?
     2.      Hve mörg ökutæki og bifhjól eru starfrækt við þjóðvegaeftirlit, hve margir lögreglumenn starfa að því eftirliti nú og hve margir voru þeir árin 1990, 2000 og 2005?
     3.      Hve mörg banaslys urðu í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og á þjóðvegum hins vegar sl. 10 ár?
     4.      Telur ráðherra ástæðu til að fjölga löggæslumönnum sem starfa við umferðaröryggismál, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar við þjóðvegaeftirlit?
     5.      Hefur verið gerð úttekt á lágmarksþörf fyrir löggæslu á landinu skipt eftir löggæsluumdæmum?


Skriflegt svar óskast.