Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 159. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 272  —  159. mál.




Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Halldórs Blöndals um Hvalsnes- og Þvottárskriður.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða tillögur liggja fyrir um að tryggja öryggi vegfarenda sem fara um Hvalsnes- og Þvottárskriður?

    Í vegáætlun 2007 er 207 millj. kr. fjárveiting til vegagerðar í Hvalsnes- og Þvottárskriðum. Vegagerðin hyggst nota þessa fjárveitingu til lagfæringa á veginum sambærilegar þeim sem gerðar voru í Kambaskriðum fyrir nokkrum árum síðan. Gerðir verða varnargarðar ofan vegar sem taka við mestu af grjóthruni og sett verða vegrið framan við veg. Á tveimur eða þremur stöðum verða sérstakar breikkanir. Á veginn verður síðan lagt bundið slitlag.