Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 126. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 273  —  126. mál.




Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Halldórs Blöndal um styttingu þjóðleiðarinnar milli Akureyrar og Reykjavíkur.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða vegaframkvæmdir eru nú í athugun við endurskoðun samgönguáætlunar til styttingar á þjóðleiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur?

    Við endurskoðun samgönguáætlunar fyrir árin 2007–2018 koma einkum þrír staðir á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar til skoðunar vegna hugsanlegrar styttingar á hringveginum. Staðir þessir eru um Grunnafjörð nálægt Akranesi þar sem stytting gæti orðið um 1 km, um Svínavatn í Austur-Húnavatnssýslu þar sem stytting gæti orðið 15–16 km og loks í Skagafirði þar sem stytting gæti orðið 2–3 km.