Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 268. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 277  —  268. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um skipan áfrýjunarstigs dómsmála.

Frá Eiríki Jónssyni.



     1.      Telur ráðherra að ástæða sé til að kanna upptöku nýs millidómsstigs í ljósi þess hve áfrýjuðum málum hefur fjölgað hjá Hæstarétti Íslands og með tilliti til þeirrar deildarskiptingar réttarins sem fjölguninni hefur fylgt?
     2.      Telur ráðherra rétt að huga fremur að einhverjum öðrum breytingum á skipan áfrýjunarstigsins og, ef svo er, hverjum?