Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 269. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 278  —  269. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um slysavarnir aldraðra.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Hvaða vinna hefur farið fram til að fyrirbyggja slys á öldruðum í heimahúsum, á heilbrigðisstofnunum og á hjúkrunarheimilum?
     2.      Telur ráðherra þörf á lagabreytingum til að ná betri árangri í slysavörnum aldraðra, og ef svo er, þá hverjar?