Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 286. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 299  —  286. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um kaup og sölu heyrnartækja.

Frá Ástu Möller.



     1.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja að íbúar á landsbyggðinni hafi jafna aðstöðu og íbúar höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar til kaupa á heyrnartækjum með kostnaðarþátttöku ríkisins?
     2.      Hvernig er háttað eftirliti með því að þeir sem selja heyrnartæki hafi viðeigandi menntun og faglega hæfni?
     3.      Hvað hefur verið gert til þess að tryggja óhlutdrægni og jafna rekstrarstöðu Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands gagnvart einkaaðilum með rekstrarleyfi til þess að annast þá þjónustu eða hluta þeirrar þjónustu sem Heyrnar- og talmeinastöðinni er falið að annast lögum samkvæmt, sbr. 1. mgr. 37. gr. b laga nr. 97/1990?