Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 197. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 318  —  197. mál.




Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Drífu Hjartardóttur um safn- og tengivegi.
    
          1.      Hver er samanlögð vegalengd safn- og tengivega landsins og hve mikið hefur verið lagt af bundnu slitlagi á þá?
    

Lengd tengi- og safnvega 30. júní 2006, km.


Tengivegir Safnvegir
Kjördæmi Alls Malbik Möl Alls Malbik Möl
Suður 1.105 420 685 558 61 497
Suðvestur 111 54 57 56 7 49
Norðvestur 1.753 195 1.558 956 44 912
Norðaustur 1.037 253 784 655 23 632
4.006 922 3.084 2.225 135 2.090

          2.      Hver er kostnaðurinn við að ljúka við að leggja bundið slitlag á alla safn- og tengivegi landsins, skipt eftir kjördæmum?

    Þessari spurningu er ekki hægt að svara með neinni vissu en eftirfarandi tölur gætu gefið einhverja hugmynd um það.
    Síðustu 10 ár hefur fjárveiting til tengivega verið að meðaltali um 560 millj. kr. á ári (skv. verðlagi í apríl 2006). Fyrir þetta fé hefur verið lagt malbik á 47 km af tengivegum á ári.
    Á sama tíma hafa safnvegir fengið um 310 millj. kr. árlega að jafnaði.
    Rétt er að geta þess að það sem malbikað hefur verið af safnvegum, um 12 km á ári, hefur nær eingöngu verið á kostnað viðkomandi sveitarfélags, þ.e. Vegagerðin hefur kostað burðarlagið en sveitarfélagið slitlagið.
    Miðað við sömu forsendur og verið hafa síðastliðin 10 ár má ímynda sér að kostnaður við að ljúka við að malbika það sem eftir er af tengivegum kosti 10–15 millj. kr. á hvern kílómetra og 6–10 á hvern kílómetra safnvega.
    Niðurstaða úr þessu dæmi er sú að um 45–65 milljarða króna gæti kostað að malbika þá tæplega 5.200 km safn- og tengivega sem eftir eru.