Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 239. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 332  —  239. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóns Gunnarssonar um kostnað við þjóðlendumál.

     1.      Hver hefur heildarkostnaður við þjóðlendumál verið, annars vegar hjá ríkinu og hins vegar hjá sveitarfélögum?
    Heildarkostnaður ríkisins af þjóðlendumálum til áramóta 2005 hefur verið eftirfarandi, skipt eftir árum:

Ár Fjárhæð í þús. kr.
1988 3.444
1999 19.869
2000 33.168
2001 44.303
2002 51.088
2003 68.288
2004 84.393
2005 79.962
Samtals 384.516


    Ráðuneytið hefur ekki upplýsingar um kostnað sveitarfélaga af þjóðlendumálum og getur því ekki svarað spurningum þar um.
    Auk þessa leggur embætti ríkislögmanns til vinnu við málflutning fyrir dómstólum vegna þjólendumála, en sá kostnaður er inn í fjárveitingum til þess embættis og eykur ekki útgjöld ríkissjóðs sérstaklega.

     2.      Hvernig skiptist kostnaður opinberra aðila á einstök verkefni í þjóðlendumálum?

         Kostnaður við þjóðlendumál skiptist þannig, í þús. kr.:

Ár Kostnaður ráðuneytisins vegna undirbúnings mála Almennur kostnaður óbyggðanefndar Kostnaður við úrskurði
1999 1.526 16.787 1.555
2000 4.408 22.554 6.239
2001 3.526 27.637 13.228
2002 2.039 35.045 19.881
2003 5.434 36.889 25.965
2004 8.561 45.328 30.504
2005 4.722 36.309 38.931

    Með kostnaði ráðuneytisins er átt við vinnu lögmanna og annarra sérfræðinga og kostnað við gagnaöflun.
    Með almennum kostnaði óbyggðanefndar er átt við laun starfsfólks nefndarinnar og launatengd gjöld auk alls almenns rekstrarkostnaðar nefndarinnar.
    Með kostnaði við úrskurði óbyggðanefndar er átt við eftirtalin atriði:
          Kynningu á þjóðlendukröfum íslenska ríkisins.
          Gerð og prentun korta.
          Gagnaöflun.
          Aðkeypt ljósritun gagna og tilheyrandi frágangur.
          Aðalmeðferð, þ.e. málflutningu lögmanna fyrir óbyggðanefnd og skýrslutökur af málsaðlilum og/eða öðrum þeim sem til þekkja.
          Greiðslur til nefndarmanna fyrir vinnu við úrskurði.
          Þóknun til lögmanna sem gæta hagsmuna málsaðila, annarra er íslenska ríkisins.