Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 314. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 336  —  314. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um starf trúfélaga í grunnskólum og framhaldsskólum.

Frá Merði Árnasyni.



     1.      Í hverju felst sálgæslustarfsemi svokallaðrar vinaleiðar á vegum hinnar evangelísku lútersku þjóðkirkju í nokkrum grunnskólum?
     2.      Hver kostar þetta starf?
     3.      Hefur öðrum trúfélögum boðist svipuð starfsaðstaða í grunn- og framhaldsskólum landsins?
     4.      Hefur svokölluðum lífsskoðunarfélögum verið boðið að taka að sér svipaða starfsemi?
     5.      Stendur þjónusta ámóta vinaleiðinni til boða í skólunum hjá sálfræðingum eða félagsráðgjöfum?
     6.      Fylgjast sálfræðingar eða félagsráðgjafar á vegum skólanna, sveitarfélaganna eða ríkisins með þessu starfi í skólunum?
     7.      Þykir ráðherra eðlilegt að trúfélag annist sálræn störf í opinberum skólum?
     8.      Þykir ráðherra eðlilegt að aðeins eitt trú- eða lífsskoðunarfélag annist slík störf í opinberum skólum?