Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 331. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 354  —  331. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um hlutfall verknámsnemenda.

Frá Önnu Kristínu Gunnarsdóttur.



     1.      Hvert var meðalhlutfall nemenda á verknámsbrautum af heildarfjölda framhaldsskólanemenda árin 2000–2005 á landsbyggðinni annars vegar og á höfuðborgarsvæðinu hins vegar?
     2.      Hvert var sama meðalhlutfall á fimm ára tímabili fyrir uppsetningu svonefndra móðurskóla verknámsgreina á landsbyggðinni annars vegar og á höfuðborgarsvæðinu hins vegar?