Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 130. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 387  —  130. mál.




Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Valdimars L. Friðrikssonar um löggildingu starfsheitis áfengisráðgjafa.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvað kom út úr könnun sem ráðherra fól landlæknisembættinu að gera, sbr. svar við fyrirspurn á síðasta þingi (535. mál), um hvort löggilda ætti starfsheiti áfengisráðgjafa?


    Ráðherra óskaði eftir því við landlæknisembættið að gerð yrði athugun á því hvort löggilda ætti starfsheiti áfengisráðgjafa. Niðurstaða þeirrar könnunar var sú að embættið mælti með því að starfsheiti og starfssvið áfengisráðgjafa yrði löggilt sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Landlæknir gerði tillögur til ráðuneytisins um nauðsynlega undirbúningsmenntun áfengis- og vímuefnaráðgjafa sem ráðherra hefur staðfest. Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur áfengis- og vímuefnaráðgjafa liggur fyrir og var undirrituð af ráðherra 14. nóvember sl. og send til birtingar í Stjórnartíðindum sama dag.