Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 376. máls.

Þskj. 410  —  376. mál.



Frumvarp til laga

um breyting á lögum nr. 133/2005, um ráðstöfun á
söluandvirði Landssíma Íslands hf.

(Lagt fyrir Alþingi á 133. löggjafarþingi 2006–2007.)




1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „1.500 millj. kr. árið 2007, 2.500 millj. kr. árið 2008“ í a-lið 2. mgr. kemur: 100 millj. kr. árið 2007, 3.900 millj. kr. árið 2008.
     b.      C-liður 2. mgr. orðast svo: Gerð gatnamóta við Nesbraut: 600 millj. kr.
        Verja skal til þessa verkefnis 400 millj. kr. árið 2007 og 200 millj. kr. árið 2008.
     c.      Í stað orðanna „400 millj. kr. árið 2007 og 400 millj. kr. árið 2008“ í e-lið 2. mgr. kemur: 200 millj. kr. árið 2007 og 600 millj. kr. árið 2008.
     d.      Í stað orðanna „300 millj. kr. árið 2007, 400 millj. kr. árið 2008“ í g-lið 2. mgr. kemur: 700 millj. kr. árið 2008.

2. gr.

    4. gr. laganna verður svohljóðandi:
    Verja skal til kaupa eða leigu á fjölnota varðskipi og til kaupa eða leigu á eftirlitsflugvél fyrir Landhelgisgæslu Íslands 500 millj. kr. árið 2006, 500 millj. kr. árið 2007 og 2.000 millj. kr. árið 2008.

3. gr.

    Í stað ártalsins „2007“ í 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: 2006.

4. gr.

    Í stað orðanna „300 millj. kr. til þessa verkefnis árið 2007, 300 millj. kr. árið 2008“ í 2. mgr. 8. gr. laganna kemur: 600 millj. kr. til þessa verkefnis árið 2008.

5. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem varða tímasetningar á tilteknum ráðstöfunum söluandvirðis Landssíma Íslands hf. frá því sem áður var ákveðið með lögum nr. 133/2005, um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf. Um efni einstakra breytinga er vísað í athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.
    Í tengslum við fjárlagagerð fyrir árið 2007 ákvað ríkisstjórnin í ágúst 2006 að fresta framkvæmdum á árinu 2007 umfram það sem áður hafði verið ákveðið. Breytingar í frumvarpinu eru í samræmi við þær ákvarðanir ríkistjórnarinnar og einnig við ákvæði frumvarps til fjárlaga 2007 og frumvarps til fjáraukalaga 2006.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Með greininni eru lagðar til nokkrar breytingar á framlögum vegna vegaframkvæmda á árunum 2007–2010, sbr. 2. gr. laganna. Í fyrsta lagi er lagt til að til Sundabrautar verði varið 100 millj. kr. árið 2007 og 3.900 millj. kr. árið 2008, í stað 1.500 millj. kr. og 2.500 millj. kr. Í öðru lagi er lagt til að áður ákveðnu 600 millj. kr. heildarframlagi til gatnamóta við Nesbraut, sem átti að falla til árið 2007, verði skipt á tvö ár, þ.e. 400 millj. kr. árið 2007 og 200 millj. kr. árið 2008. Í þriðja lagi er lagt til að til Tröllatunguvegar um Arnkötludal verði varið 200 millj. kr. árið 2007 og 600 millj. kr. árið 2008, í stað 400 millj. kr. og 400 millj. kr. Í fjórða lagi er lagt til að áður ákveðið 300 millj. kr. framlag til Norðausturvegar fyrir árið 2007 verði fært yfir á árið 2008 og verður framlag þess árs þá 700 millj. kr. Að öðru leyti er ákvæði 2. gr. laganna óbreytt.

Um 2. gr.


    Með greininni er lagt til að áður ákveðnu 3.000 millj. kr. framlagi til kaupa eða leigu á eftirlitsflugvél og fjölnota varðskipi fyrir Landhelgisgæslu Íslands verði varið þannig að 500 millj. kr. falli til á árinu 2006, 500 millj. kr. á árinu 2007 og 2.000 millj. kr. árið 2008.

Um 3. gr.


    Með greininni er lagt til að í stað 500 millj. kr. framlags til Fjarskiptasjóðs árið 2007 verði um að ræða 500 millj. kr. framlag árið 2006. Að öðru leyti er ákvæði 2. mgr. 6. gr. laganna óbreytt.

Um 4. gr.


    Með greininni er lagt til að áður ákveðið 300 millj. kr. framlag til Nýbyggingar fyrir Stofnun íslenskra fræða, fyrir árið 2007, verði fært yfir á árið 2008 og verði framlag á árinu 2008 því samtals 600 millj. kr. Að öðru leyti er ákvæði 2. mgr. 8. gr. óbreytt.

Um 5. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 133/2005,
um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.

    Með frumvarpinu er lagðar til breytingar á tímasetningu á tilteknum ráðstöfunum vegna söluandvirðis Landssíma Íslands hf. Í fyrsta lagi er lagt til að samtals 2.400 m.kr. ráðstöfun verði færðar af árinu 2007 til ársins 2008. Í annan stað er lagt til að samtals 1.000 m.kr. ráðstöfun verði færðar af árinu 2007 til ársins 2006.