Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 398. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 442  —  398. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um íslenskukunnáttu starfsmanna á öldrunarstofnunum.

Frá Önnu Kristínu Gunnarsdóttur.



     1.      Hvað eru margir starfsmenn öldrunarstofnana á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar sem
                  a.      skilja ekki íslensku,
                  b.      geta ekki tjáð sig á íslensku?
     2.      Hvaða kröfur eru gerðar um íslenskukunnáttu starfsfólks í umönnunarstörfum?
     3.      Telur ráðherra að öryggi aldraðra og sjúkra sé tryggt á stofnunum þar sem starfsfólk í umönnunarstörfum hvorki skilur né talar íslensku?
     4.      Hefur komið til álita að skylda vinnuveitendur til að kosta íslenskunámskeið fyrir þá starfsmenn sem þess þurfa?