Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 404. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 450  —  404. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um sölu á Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hver var ástæða þess að Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg var auglýst til sölu og seld á frjálsum markaði?
     2.      Hvert var söluverð fasteignarinnar og hvernig skiptist söluandvirðið milli ríkissjóðs og borgarinnar?
     3.      Hver er áætlaður kostnaður ríkissjóðs vegna flutnings á starfsemi Heilsuverndarstöðvarinnar, í fyrsta lagi í nýtt húsnæði í Mjódd, í öðru lagi þess hluta starfseminnar sem flyst á kvennadeild LSH og í síðasta lagi vegna röskunar á starfseminni á yfirstandandi ári?
     4.      Telur ráðherra koma til greina að kaupa aftur húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg?


Skriflegt svar óskast.