Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 406. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 452  —  406. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um tónlistarskóla.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur og Jóni Bjarnasyni.


     1.      Hversu margir tónlistarskólar eru starfræktir á Íslandi, hverjir eru þeir, hvert er rekstrarform þeirra og hversu margir starfa við þessa skóla?
     2.      Eru einhver sveitarfélög án tónlistarskóla?
     3.      Kemur til greina að breyta lögum þannig að rekstur tónlistarskóla verði eitt af lögboðnum verkefnum sveitarfélaga eins og dæmi eru um annars staðar á Norðurlöndunum?
     4.      Hvernig skiptist kostnaður skólanna:
                  a.      kennsla,
                  b.      stjórnun,
                  c.      annar rekstrarkostnaður?
     5.      Hversu hátt hlutfall af heildarkostnaði við rekstur skólanna er greitt með skólagjöldum?


Skriflegt svar óskast.