Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 145. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 476  —  145. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar um hjúkrunarrými.

     1.      Hvað eru margir aldraðir á biðlista á landinu öllu, skipt eftir kjördæmum, annars vegar í brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými og hins vegar í mjög brýnni þörf?
    
Umbeðnar upplýsingar um fjölda aldraðra sem bíða eftir hjúkrunarrými koma fram í eftirfarandi töflu.

Aldraðir á biðlista eftir hjúkrunarrými, skipt eftir kjördæmum.

Kjördæmi Brýn þörf Mjög brýn þörf
Reykjavíkurkjördæmi, norður og suður 5 201
Suðvesturkjördæmi 21 87
Suðurkjördæmi 12 61
Norðausturkjördæmi 9 23
Norðvesturkjöræmi 4 7
Samtals 51 379

     2.      Hvað eru mörg hjúkrunarrými í landinu á hverja þúsund íbúa, skipt eftir sveitarfélögum og hvert er landsmeðaltalið?
    Þjónustuhópar aldraðra meta þörf einstaklinga fyrir hjúkrunarrými og gera tillögur til sveitarstjórna um uppbyggingu öldrunarþjónustu á sínu svæði, þess vegna er í eftirfarandi töflu birt yfirlit yfir fjölda hjúkrunarrýma á svæði hvers þjónustuhóps. Þar kemur einnig fram hvaða sveitarfélög tilheyra einstökum þjónustuhópum. Þjónustuhóparnir eru samtals 43.

Hjúkrunarrými á landinu öllu.

Þjónustuhópar Íbúafjöldi
1. des. 2005
Fjöldi heimilaðra hjúkrunarrýma Hjúkrunarrými á 1.000 íbúa
Matshópur Reykjavíkur: Reykjavíkurborg 114.800 1.065 9,3
Þjónustuhópur Garðabæjar: Garðabær 9.423 90 9,6
Þjónustuhópur Hafnarfjarðar: Hafnarfjarðarkaupstaður og Sveitarfélagið Álftanes 24.634 222 9,0
Þjónustuhópur Kópavogs: Kópavogsbær 26.468 84 3,2
Þjónustuhópur Mosfellsbæjar: Mosfellsbær, Kjósarhreppur, Bláskógabyggð að hluta og Grímsnes- og Grafningshreppur að hluta 7.319 0 0,0
Þjónustuhópur Seltjarnarness: Seltjarnarneskaupstaður 4.661 0 0,0
Þjónustuhópur Suðurnesja: Reykjanesbær, Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður og Vatnsleysustrandarhreppur 17.899 81 4,5
Þjónustuhópur Akraness: Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarstrandarhreppur, Skilmannahreppur, Innri- Akraneshreppur og Leirár- og Melahreppur 6.385 72 11,3
Þjónustuhópur Borgarbyggðar og nágrennis: Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur, Skorradalshreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur og Kolbeinsstaðahreppur 3.826 20 5,2
Þjónustuhópur Dalabyggðar: Dalabyggð, Reykhólahreppur og Saurbæjarhreppur 970 48 49,5
Þjónustuhópur Grundarfjarðar: Grundarfjarðarbær 974 10 10,3
Þjónustuhópur Snæfellsbæjar: Snæfellsbær 1.743 10 5,7
Þjónustuhópur Stykkishólmsbæjar: Stykkishólmsbær og Helgafellssveit 1.220 19 15,6
Þjónustuhópur Bolungarvíkur: Bolungarvíkurkaupstaður 918 13 14,2
Þjónustuhópur Hólmavíkurhrepps: Hólmavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Broddaneshreppur 662 12 18,1
Þjónustuhópur Ísafjarðarbæjar: Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur 4.344 31 7,1
Þjónustuhópur Vestur-Barðastrandasýslu: Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur 1.262 18 14,3
Þjónustuhópur Akureyrarbæjar: Akureyrarkaupstaður, Eyjafjarðarsveit, Hörgárbyggð, Arnarneshreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur og Grímseyjarhreppur 19.137 199 10,4
Þjónustuhópur Dalvíkurbyggðar: Dalvíkurbyggð og Hrísey 1.927 24 12,5
Þjónustuhópur Ólafsfjarðar: Ólafsfjarðarbær 946 20 21,1
Þjónustuhópur Raufarhafnarhrepps: Raufarhafnarhreppur 228 0 0,0
Þjónustuhópur Suður-Þingeyjarsýslu: Húsavíkurbær, Aðaldælahreppur, Tjörneshreppur, Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit 3.806 33 8,7
Þjónustuhópur Vopnafjarðar: Vopnafjarðarhreppur og Skeggjastaðahreppur 850 12 14,1
Þjónustuhópur Þórshafnarhrepps: Þórshafnarhreppur og Svalbarðshreppur 526 13 24,7
Þjónustuhópur Öxarfjarðarhrepps: Öxarfjarðarhreppur og Kelduneshreppur 430 0 0,0
Þjónustuhópur Blönduóss: Blönduósbær, Skagabyggð, Höfðahreppur, Áshreppur, Sveinsstaðahreppur, Torfalækjarhreppur, Svínavatnshreppur og Bólstaðahlíðarhreppur 2.018 35 17,3
Þjónustuhópur Húnaþings vestra: Húnaþing vestra og Bæjarhreppur 1.278 24 18,8
Þjónustuhópur Siglufjarðar: Siglufjarðarkaupstaður 1.352 28 20,7
Þjónustuhópur Skagafjarðar: Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur 4.335 57 13,1
Þjónustuhópur Austurbyggðar og Fáskrúðsfjarðarhrepps: Austurbyggð og Fáskrúðsfjarðarhreppur 907 13 14,3
Þjónustuhópur Djúpavogslæknishéraðs: Djúpavogshreppur og Breiðdalshreppur 690 1 1,4
Þjónustuhópur Egilsstaðalæknishéraðs: Borgarfjarðarhreppur, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur 4.406 18 4,1
Þjónustuhópur Fjarðabyggðar: Fjarðarbyggð og Mjóafjarðarhreppur 3.937 26 6,6
Þjónustuhópur Hornafjarðar: Sveitarfélagið Hornafjörður 2.189 26 11,9
Þjónustuhópur Seyðisfjarðar: Seyðisfjarðarkaupstaður 731 19 26,0
Þjónustuhópur Árborgar: Sveitarfélagið Árborg, Hraungerðishreppur, Villingaholtshreppur og Gaulverjabæjarhreppur 7.487 74 9,9
Þjónustuhópur Hveragerðis: Hveragerðisbær og Ölfus að hluta 2.089 26 12,4
Þjónustuhópur Kirkjubæjarklausturs: Skaftárhreppur 490 17 34,7
Þjónustuhópur Laugaráss: Bláskógabyggð að hluta, Grímsnes- og Grafningshreppur að hluta, Hrunamannarheppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur 2.565 0 0,0
Þjónustuhópur Rangárþings eystra og ytra: Rangárþing eystra, Rangárþing ytra og Ásahreppur 3.295 36 10,9
Þjónustuhópur Vestmannaeyja: Vestmannaeyjabær 4.175 46 11,0
Þjónustuhópur Víkur í Mýrdal: Mýrdalshreppur 503 12 23,9
Þjónustuhópur Ölfuss: Ölfus 1.799 0 0,0
Samtals fyrir landið allt 299.604 2.554 8,5