Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 324. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 549  —  324. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn Björns Inga Hrafnssonar um kjördæmaskipan.

     1.      Hefur ráðherra í hyggju að beita sér fyrir breytingu á þeirri skipan sem skiptir höfuðborg landsins upp í tvö kjördæmi?
    
Ráðherra hefur að svo stöddu ekki í hyggju að beita sér fyrir breytingu á þeirri skipan sem nú er í gildi, enda hefur aðeins einu sinni verið kosið á grundvelli hinnar nýju kjördæmaskipunar.

     2.      Hver var reynslan af umræddri skiptingu í alþingiskosningunum 2003?

    Reynslan var sú sem ætlað var þegar skiptingin var ákveðin. Mat ráðherra er að skipting í tvö kjördæmi hafi í raun litla þýðingu fyrir Reykvíkinga og þingmenn þeirra vinna saman að hagsmunamálum borgarinnar óháð henni. Meginatriðið fyrir Reykvíkinga við síðustu kjördæmabreytingu var að þingmönnum höfuðborgarinnar fjölgaði.