Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 439. máls.

Þskj. 557  —  439. mál.



Skýrsla

samgönguráðherra um framkvæmd samgönguáætlunar 2005
(flugmálaáætlun).

(Lögð fyrir Alþingi á 133. löggjafarþingi 2006–2007.)




2. FLUGMÁLAÁÆTLUN
2.1 Fjármál.

    Endurskoðað bókhald Flugmálastjórnar fyrir árið 2005, ásamt reikningsuppgjöri ársins, liggur nú fyrir og eru því allar fjármunahreyfingar sem fram koma í skýrslunni byggðar á rauntölum.

Tekjur og framlög.
Markaðar tekjur.

     Flugvallagjöld. Eftirfarandi tafla og mynd sýna þróun tekna af flugvallagjöldum árin 1997–2005:

Tafla 1. Þróun tekna af flugvallagjöldum árin 1997–2005 (millj. kr.).
1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005
Varaflugvallagjald 0 0 0 0 0 0 0 77 444
Flugvallaskattur, utanlandsflug 436 495 547 647 618 587 698 699 283
Flugvallaskattur, innanlandsflug 62 69 72 68 53 51 52 76 137
Samtals 498 564 619 715 671 638 750 852 864

Mynd 1. Tekjur af flugvallagjöldum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Eins og taflan og myndin sýna hafa tekjur af flugvallagjöldum ársins 2005 ekki verið jafn háar frá árinu 1997 vegna fjölgunar farþega í utanlandsflugi. Gjaldskránni var breytt frá og með 1. október 2004 þar sem um er að ræða flugvallaskatt annars vegar og varaflugvallagjald hins vegar sem farþegar í millilandaflugi greiða einungis, en tekjur af varaflugvallagjaldinu námu 444 millj. kr. árið 2005. Varaflugvallagjaldið er ætlað að standa undir þeim viðbótarkostnaði sem af því hlýst að Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvellir sinni varaflugvallahlutverki sínu.
     Afgreiðslugjald. Tekjur af afgreiðslugjöldum vegna útgáfu flugskírteina, vottunar- og staðfestingargjalda voru 13,4 millj. kr. á árinu 2005.

Framlög úr ríkissjóði.
    Á árinu 2005 var framlag ríkissjóðs til Flugmálastjórnar 906,8 millj. kr. Framlag af flugmálaáætlun vegna varaflugvallagjalds til reksturs Flugmálastjórnar nam á árinu 151,6 millj. kr.

Ríkistekjur.
    
Eftirfarandi tafla sýnir sundurliðun ríkistekna:

Tafla 2. Sundurliðun ríkistekna árið 2005 (þús. kr.).
Lendingargjöld 82.860
Prófgjöld vegna þjónustu flugöryggissviðs 8.995
Skoðunar- og eftirlitsgjöld 125.840
Vopnaleitargjald 7.143
Samtals 224.838

Sértekjur.
     Tekjur vegna Alþjóðaflugþjónustunnar. Þessar tekjur eru vegna reksturs á B-hluta Flugmálastjórnar, en tekjurnar námu 982,5 millj. kr. árið 2005.
     Aðrar sértekjur. Eftirfarandi tafla sýnir sundurliðun annarra sértekna:

Tafla 3. Sundurliðun annarra sértekna árið 2005 (þús. kr.).
ATS-skólagjöld 111.817
Seld vinna vegna B-hluta 116.497
Seld önnur vinna, flugmálaáætlun o.fl. 97.166
Stjórnunarkostnaður, 12% 110.702
Verksala og önnur þjónusta 152.020
Leigutekjur og afnotagjöld 73.920
Sala eigna 8.393
Kosovo-verkefni árin 2004 og 2005 822.457
Samtals 1.492.972

Gjöld.
Rekstur og þjónusta.
    
Yfirstjórn. Rekstrarútgjöld yfirstjórnar hækka um 22,9% milli áranna 2004 og 2005. Launagjöld hækka um 14,8%, en önnur rekstrarútgjöld hækka um 32,2%.

Tafla 4. Rekstur yfirstjórnar 2004 og 2005 (þús. kr.).
Gjöld 2004 2005 Breyting
Laun og launatengd gjöld 171.118 196.480 14,8%
Önnur rekstrargjöld 147.318 194.807 32,2%
Samtals 318.436 391.287 22,9%
Tekjur 250.254 305.078 21,9%
Gjöld umfram tekjur 68.182 86.209 26,4%

    Eins og sést á töflunni hafa tekjur hækkað um 21,9% milli ára, en gjöld umfram tekjur hafa hækkað frá fyrra ári, eða um 26,4%, aðallega vegna fulltrúa í fastanefnd ICAO og ráðningar verkefnisstjóra á fjármálasviði. Jafnframt voru gerðir kjarasamningar á árinu.
     Flugumferðarþjónusta innan lands. Útgjöld flugumferðarsviðs hækkuðu um 9% á milli ára. Laun hækkuðu um 16,7%, en önnur rekstrargjöld lækkuðu um 16,5%. Á móti hækkuðu tekjur þjónustunnar um 9,5% frá fyrra ári.

Tafla 5. Rekstur flugumferðarsviðs 2004 og 2005 (þús. kr.).
Gjöld 2004 2005 Breyting
Laun og launatengd gjöld 374.771 437.307 16,7%
Önnur rekstrargjöld 112.748 94.145 -16,5%
Samtals 487.519 531.452 9,0%
Tekjur 370.092 405.079 9,5%
Gjöld umfram tekjur 117.427 126.373 7,6%

    Eins og taflan sýnir hafa gjöld umfram tekjur hækkað um 7,6% milli áranna 2004 og 2005.
     Eftirlit og öryggismál. Á undanförnum árum hafa umsvif flugöryggissviðsins aukist jafnt og þétt vegna krafna um aukið eftirlit ásamt meiri gæðakröfum og nýjum alþjóðlegum reglum. Laun og launatengd gjöld hækka verulega á milli ára, eða um 20,8%, en önnur rekstrargjöld lækka um 0,1%.

Tafla 6. Rekstur flugöryggissviðs 2004 og 2005 (þús. kr.).
Gjöld 2004 2005 Breyting
Laun og launatengd gjöld 114.075 137.770 20,8%
Önnur rekstrargjöld 95.224 95.101 -0,1%
Samtals 209.299 232.871 11,3%
Tekjur 169.290 163.307 -3,5%
Gjöld umfram tekjur 40.009 69.564 73,9%

    Eins og taflan sýnir hafa rekstrarútgjöld hækkað á milli áranna 2004 og 2005 um 11,3%, en tekjur hafa lækkað nokkuð, eða um 3,5%. Þannig hafa gjöld umfram tekjur hækkað verulega milli ára, eða um 73,9%, sem skýrist af auknu mannahaldi og lægri tekjum á árinu 2005.
     Flugvalla- og flugleiðsöguþjónusta. Á undanförnum árum hefur áætlunarflugvöllum fækkað verulega. Engu að síður þarf að viðhalda mannvirkjum á þeim flugvöllum þar sem áætlunarflug hefur lagst af. Þannig hafa önnur rekstrargjöld ekki lækkað í takt við þróunina. Á árinu 2005 hækkuðu önnur rekstrargjöld um 2,7% frá árinu áður, en laun og launatengd gjöld hækkuðu um 14,5%.

Tafla 7. Rekstur flugvalla- og flugleiðsögusviðs 2004 og 2005 (þús. kr.).
Gjöld 2004 2005 Breyting
Laun og launatengd gjöld 358.144 410.170 14,5%
Önnur rekstrargjöld 602.522 618.649 2,7%
Samtals 960.666 1.028.819 7,1%
Tekjur 238.967 295.634 23,7%
Gjöld umfram tekjur 721.699 733.185 1,6%

    Eins og sést á töflunni hafa tekjur hækkað verulega á milli ára, eða um 23,7%. Gjöld umfram tekjur hafa því aðeins hækkað um 1,6% milli áranna 2004 og 2005.
    Í eftirfarandi töflum er gerð grein fyrir rekstrarafkomu fimm stærstu áætlunarflugvallanna, þ.e. Reykjavíkur-, Akureyrar-, Vestmannaeyja-, Egilsstaða- og Ísafjarðarflugvalla. Aðrir minni áætlunar- og þjónustuflugvellir verða teknir saman í einni niðurstöðutölu í töflum 18 og 19.
     Reykjavíkurflugvöllur. Rekstrarkostnaður Reykjavíkurflugvallar lækkaði um 0,7% milli áranna 2004 og 2005, eða um 2,2 millj. kr. Heildarútgjöldin urðu 2,1 millj. kr. yfir áætlun, eða sem nemur 0,7%. Tekjur flugvallarins hækkuðu um 8,5% frá árinu áður.
    Eftirfarandi tafla sýnir rekstrarútgjöld eftir stjórnunarsviðum og samanburð við áætlun ársins 2005:

Tafla 8. Rekstrarútgjöld Reykjavíkurflugvallar árið 2005 (þús. kr.).
Rekstrarsvið Útgjöld Áætlun Mismunur %
Flugvalla- og flugleiðsögusvið 166.515 164.434 2.081 1,3%
Flugumferðarsvið 121.625 121.625 0 0,0%
Samtals 288.140 286.059 2.081 0,7%

    Rekstur flugvalla- og flugleiðsögusviðs varð 1,3% dýrari en rekstraráætlun gerði ráð fyrir. Rekstur aðflugsþjónustu flugumferðarsviðs var samkvæmt áætlun.
    Í næstu töflu er sýndur samanburður á rekstrarútgjöldum og tekjum hinna ýmsu verkefna í starfsemi flugvallarins árin 2004 og 2005. Taflan sýnir að gjöld umfram tekjur urðu 205,8 millj. kr. sem er nokkuð lægra en á fyrra ári. Hlutfall tekna af gjöldum er 28,6%, sem er nokkur hækkun frá árinu áður. Framlag á hvern farþega sem fór um flugvöllinn á árinu 2005 er 539 kr. á móti 566 kr. árið á undan og er það 4,8% lækkun, en farþegum sem fóru um flugvöllinn fjölgaði um 0,7% milli ára, sem skýrir þessa lækkun að hluta.
    Þegar á heildina er litið verður að telja að rekstur Reykjavíkurflugvallar á árinu 2005 hafi gengið upp fjárhagslega.

Tafla 9. Útgjöld og tekjur Reykjavíkurflugvallar árin 2004 og 2005 (þús. kr.).
Gjöld
Verkefni 2004 2005 Mismunur %
Rekstur flugvallar 52.837 56.165 3.328 6,3%
Snjómokstur 12.041 13.011 970 8,1%
Slökkviþjónusta 73.322 73.431 109 0,1%
Vélaverkstæði 19.030 20.253 1.223 6,4%
Umsjón húseigna 7.404 3.655 -3.749 -50,6%
Flugturn 125.660 121.625 -4.035 -3,2%
Samtals 290.294 288.140 -2.154 -0,7%
Tekjur
Lendingargjöld 48.125 52.271 4.146 8,6%
Leigutekjur 9.949 16.267 6.318 63,5%
Verksala og þjónusta 17.813 13.795 -4.018 -22,6%
Samtals 75.887 82.333 6.446 8,5%
Gjöld umfram tekjur 214.407 205.807 -8.600 -4,0%
Hlutfall tekna af gjöldum 26,1% 28,6%
Framlag á hvern farþega, kr. 566 539 -27 -4,8%

     Akureyrarflugvöllur. Rekstrarniðurstaða Akureyrarflugvallar fyrir árið 2005 er sú að flugvöllurinn fór 1 millj. kr. fram úr rekstraráætlun ársins, eða 0,7%.
    Eftirfarandi tafla sýnir rekstrarútgjöldin árið 2005 eftir stjórnunarsviðum og samanburð við rekstraráætlun ársins:

Tafla 10. Rekstrarútgjöld Akureyrarflugvallar árið 2005 (þús. kr.).
Rekstrarsvið Útgjöld Áætlun Mismunur %
Flugvalla- og flugleiðsögusvið 109.991 108.980 1.011 0,9%
Flugumferðarsvið 46.254 46.254 0 0,0%
Samtals 156.245 155.234 1.011 0,7%

    Eins og taflan sýnir kostaði rekstur Akureyrarflugvallar rúmar 156,2 millj. kr. á árinu 2005 án fjármagns- og stofnkostnaðar. Heildarútgjöld flugvallarins á árinu 2005 voru tæpum 7,8 millj. kr. hærri en árið á undan, eða 5,2%.
    Næsta tafla sýnir samanburð á rekstrarútgjöldum og tekjum milli áranna 2004 og 2005, ásamt hlutfalli tekna af gjöldum og framlag á hvern farþega sem um flugvöllinn fór árið 2005:

Tafla 11. Útgjöld og tekjur Akureyrarflugvallar árin 2004 og 2005 (þús. kr.).
Gjöld
Verkefni 2004 2005 Mismunur %
Rekstur flugvallar 105.323 109.991 4.668 4,4%
Rekstur flugturns 43.153 46.254 3.101 7,2%
Samtals 148.476 156.245 7.769 5,2%
Tekjur
Lendingargjöld 13.255 15.312 2.057 15,5%
Leigutekjur 2.479 2.292 -187 -7,5%
Verksala og þjónusta 3.232 3.126 -106 -3,3%
Samtals 18.966 20.730 1.764 9,3%
Gjöld umfram tekjur 129.510 135.515 6.005 4,6%
Hlutfall tekna af gjöldum 12,8% 13,3%
Framlag á hvern farþega, kr. 740 753 13 1,7%

    Í töflunni kemur fram að gjöld umfram tekjur urðu 135,5 millj. kr. á árinu 2005, samanborið við 129,5 millj. kr. árið 2004 og er hækkunin 4,6%. Tekjur hækkuðu um 9,3% milli ára. Hlutfall tekna af gjöldum var á árinu 2005 13,3%, samanborið við 12,8% á árinu 2004. Framlag á hvern farþega sem fór um flugvöllinn á árinu var 753 kr. sem er hækkun frá árinu áður um 1,7%.
    Egilsstaðaflugvöllur. Heildarrekstrarútgjöld Egilsstaðaflugvallar á árinu 2005 urðu 8,9 millj. kr. hærri en rekstraráætlanir gerðu ráð fyrir, eða 11,4% sem skýrist af auknum umsvifum í rekstri flugvallarins en farþegar sem fóru um flugvöllinn á árinu 2005 voru 16,25% fleiri en árið áður. Rekstur flugvallarins kostaði á árinu rúmar 86,6 millj. kr. sem er 9,9 millj. kr. hækkun frá árinu 2004, eða um 13%. Tekjur flugvallarins hækkuðu verulega, eða um 36,1%, vegna fjölgunar farþega.
    Eftirfarandi tafla sýnir rekstrarútgjöld Egilsstaðaflugvallar fyrir árið 2005 og samanburð við rekstraráætlanir ársins:

Tafla 12. Rekstrarútgjöld Egilsstaðaflugvallar árið 2005 (þús. kr.).
Rekstrarsvið Útgjöld Áætlun Mismunur %
Flugvalla- og flugleiðsögusvið 64.257 57.932 6.325 10,9%
Flugumferðarsvið 22.350 19.806 2.544 12,8%
Samtals 86.607 77.738 8.869 11,4%

    Í næstu töflu er sýndur samanburður á gjöldum og tekjum áranna 2004 og 2005, ásamt framlagi á hvern farþega sem fór um flugvöllinn á árinu.

Tafla 13. Útgjöld og tekjur Egilsstaðaflugvallar árin 2004 og 2005 (þús. kr.).
Gjöld
Verkefni 2004 2005 Mismunur %
Rekstur flugvallar 57.524 64.257 6.733 11,7%
Rekstur flugturns 19.150 22.350 3.200 16,7%
Samtals 76.674 86.607 9.933 13,0%
Tekjur
Lendingargjöld 8.509 12.125 3.616 42,5%
Leigutekjur 1.190 1.297 107 9,0%
Verksala og þjónusta 484 442 -42 -8,7%
Samtals 10.183 13.864 3.681 36,1%
Gjöld umfram tekjur 66.491 72.743 6.252 9,4%
Hlutfall tekna af gjöldum 13,3% 16,0%
Framlag á hvern farþega, kr. 610 573 -37 -6,1%

    Í töflunni kemur fram að rekstrarútgjöld hækkuðu milli ára um rúmar 9,9 millj. kr., eða 13%. Einnig sýnir taflan að gjöld umfram tekjur hafa hækkað um 9,4% frá árinu 2004, en hlutfall tekna af gjöldum er 16% árið 2005 á móti 13,3% á árinu 2004. Framlag á hvern farþega sem fór um flugvöllinn á árinu lækkar nokkuð, eða úr 610 kr. á árinu 2004 í 573 kr. árið 2005, eða um 6,1%. Þetta skýrist af verulegri fjölgun farþega á árinu 2005 frá fyrra ári, eða um 16,25%.
    Vestmannaeyjaflugvöllur. Rekstrarútgjöld Vestmannaeyjaflugvallar á árinu 2005 urðu 2,3% hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir, eða rúmar 1,4 millj. kr.
    Eftirfarandi tafla sýnir rekstrarútgjöldin á árinu 2005 ásamt samanburði við áætlanir:

Tafla 14. Rekstrarútgjöld Vestmannaeyjaflugvallar árið 2005 (þús. kr.).
Rekstrarsvið Útgjöld Áætlun Mismunur %
Flugvalla- og flugleiðsögusvið 36.553 35.132 1.421 4,0%
Flugumferðarsvið 28.259 28.247 12 0,0%
Samtals 64.812 63.379 1.433 2,3%

    Eins og taflan sýnir urðu heildarútgjöld Vestmannaeyjaflugvallar 64,8 millj. kr. á árinu 2005.
    Tekjur flugvallarins á árinu 2005 hækkuðu hins vegar verulega, eða um 47,9%, frá árinu áður, eða um 1,7 millj. kr. Farþegum sem fóru um flugvöllinn fjölgaði um 7,1% frá árinu áður.
    Í næstu töflu er sýndur samanburður á gjöldum og tekjum áranna 2004 og 2005 ásamt ýmsum öðrum upplýsingum:

Tafla 15. Útgjöld og tekjur Vestmannaeyjaflugvallar árin 2004 og 2005 (þús. kr.).
Gjöld
Verkefni 2004 2005 Mismunur %
Rekstur flugvallar 34.396 36.553 2.157 6,3%
Rekstur flugturns 24.720 28.259 3.539 14,3%
Samtals 59.116 64.812 5.696 9,6%
Tekjur
Lendingargjöld 1.603 2.750 1.147 71,6%
Leigutekjur 1.476 1.577 101 6,8%
Verksala og þjónusta 500 968 468 93,6%
Samtals 3.579 5.295 1.716 47,9%
Gjöld umfram tekjur 55.537 59.517 3.980 7,2%
Hlutfall tekna af gjöldum 6,1% 8,2%
Framlag á hvern farþega, kr. 1.182 1.167 -15 -1,2%

    Eins og taflan sýnir hafa heildarrekstrarútgjöld á árinu 2005 hækkað frá fyrra ári um 9,6%. Taflan sýnir einnig að hlutfall tekna af gjöldum hefur hækkað úr 6,1% árið áður í 8,2% á árinu 2005 og að framlag á hvern farþega er 1.167 kr. á móti 1.182 kr. árið 2004, sem er 1,2% lækkun.
    Ísafjarðarflugvöllur. Töluverður viðsnúningur varð á rekstri Ísafjarðarflugvallar á árinu 2005 miðað við fyrra ár. Eins og sjá má á töflunni hér að neðan fóru heildarútgjöld flugvallarins 2,1% umfram rekstraráætlun, eða um 1 millj. kr.

Tafla 16. Rekstrarútgjöld Ísafjarðarflugvallar árið 2005 (þús. kr.).
Rekstrarsvið Útgjöld Áætlun Mismunur %
Flugvalla- og flugleiðsögusvið 38.588 37.060 1.528 4,1%
Flugumferðarsvið 9.662 10.184 -522 -5,1%
Samtals 48.250 47.244 1.006 2,1%

    Heildarrekstrarkostnaður flugvallarins á árinu 2005 varð 48,3 millj. kr. á móti 49,3 millj. kr. árið 2004 og hefur því lækkað um rúma 1 millj. kr., eða 2,1%. Tekjur flugvallarins lækkuðu þó verulega, eða um 23,9% á milli ára. Hlutfall tekna af gjöldum lækkaði því úr 17,6% frá árinu 2004 í 13,7% árið 2005. Framlag á hvern farþega hækkaði þannig um 2,5% á milli ára, eða úr 903 kr. árið 2004 í 925 kr. árið 2005 eins og eftirfarandi tafla sýnir:

Tafla 17. Útgjöld og tekjur Ísafjarðarflugvallar árin 2004 og 2005 (þús. kr.).
Gjöld
Verkefni 2004 2005 Mismunur %
Rekstur flugvallar 38.337 38.588 251 0,7%
Rekstur flugturns 10.960 9.662 -1.298 -11,8%
Samtals 49.297 48.250 -1.047 -2,1%
Tekjur
Lendingargjöld 3.451 3.460 9 0,3%
Leigutekjur 2.344 2.219 -125 -5,3%
Verksala og þjónusta 2.882 927 -1.955 -67,8%
Samtals 8.677 6.606 -2.071 -23,9%
Gjöld umfram tekjur 40.620 41.644 1.024 2,5%
Hlutfall tekna af gjöldum 17,6% 13,7%
Framlag á hvern farþega, kr. 903 925 23 2,5%

     Aðrir áætlunarflugvellir í grunnneti. Rekstrarútgjöld annarra áætlunarflugvalla í grunnneti urðu 4,9% hærri en rekstraráætlanir gerðu ráð fyrir á árinu 2005. Um er að ræða sjö flugvelli og urðu heildarrekstrarútgjöld þeirra 77,6 millj. kr., en rekstraráætlanir gerðu ráð fyrir útgjöldum að upphæð 73,8 millj. kr.
    Tekjur þessara flugvalla eru mjög litlar og urðu 6,4 millj. kr. á árinu 2005. Því var hlutfall tekna af gjöldum ekki nema 8,2% og framlag á hvern farþega sem um flugvellina fór var að jafnaði 1.333 kr.
    Eftirfarandi tafla sýnir samanburð á heildarútgjöldum flugvallanna og áætlun ásamt tekjum og öðrum upplýsingum á árinu 2005:

Tafla 18. Aðrir áætlunarflugvellir í grunnneti, ýmsar rekstrarupplýsingar árið 2005 (þús. kr.).

Flugvellir
Gjöld
árið 2005
Áætlun
árið 2005
Tekjur
árið 2005
Gjöld um-
fram tekjur
Hlutfall tekna
af gjöldum
Framlag
á farþega
Hornafjörður 18.952 18.482 1.495 17.457 7,9% 1.969
Sauðárkrókur 12.517 11.934 713 11.804 5,7% 2.025
Bíldudalur 13.091 11.774 625 12.466 4,8% 3.231
Grímsey 7.128 6.921 1.613 5.515 22,6% 1.371
Þórshöfn 7.188 7.039 622 6.566 8,7% 4.553
Þingeyri 3.585 4.526 409 3.176 11,4% 7.690
Bakki 15.105 13.103 904 14.201 6,0% 490
Samtals 77.566 73.779 6.381 71.185 8,2% 1.333

    Aðrir áætlunarflugvellir utan grunnnets. Eftirfarandi tafla sýnir rekstrarafkomu þeirra tveggja áætlunarflugvalla sem eru utan grunnnets:

Tafla 19. Aðrir áætlunarflugvellir utan grunnnets, ýmsar rekstrarupplýsingar árið 2005 (þús. kr.).

Flugvellir
Gjöld
árið 2005
Áætlun
árið 2005
Tekjur
árið 2005
Gjöld um-
fram tekjur
Hlutfall tekna
af gjöldum
Framlag
á farþega
Vopnafjörður 8.601 7.621 505 8.096 5,9% 5.538
Gjögur 5.353 4.933 174 5.179 3,3% 9.520
Samtals 13.954 12.554 679 13.275 4,9% 6.618

    Eins og taflan sýnir er framlag með hverjum farþega mjög hátt, en flugvellirnir hafa mjög litla flutninga og eru í fullum rekstri.
    Aðrir flugvellir og lendingarstaðir. Eftirfarandi tafla sýnir rekstrarútgjöld ársins 2005, borin saman við rekstraráætlanir sama árs:

Tafla 20. Aðrir flugvellir og lendingarstaðir, rekstur 2005 (þús. kr.).
Gjöld 2005 Áætlun Mismunur
Aðrir flugvellir 28.618 23.556 21,5%
Lendingarstaðir 7.158 6.871 4,2%
Samtals 35.776 30.427 17,6%

    Eins og taflan sýnir fóru rekstrarútgjöldin 17,6% fram úr áætlun.
     Alþjóðaflugþjónusta. Kostnaður vegna Alþjóðaflugþjónustunnar á árinu 2005 nam 982,5 millj. kr., en var 924,1 millj. kr. árið 2004 og hækkaði milli ára um 6,3%. Framlag Íslands til þjónustunnar nam á árinu 2005 tæplega 91 millj. kr. Eftirfarandi tafla sýnir greiðsluyfirlit vegna Alþjóðaflugþjónustunnar árið 2005:

Tafla 21. Greiðsluyfirlit vegna Alþjóðaflugþjónustunnar árið 2005 (þús. kr.).
Flugmála-
stjórn
Flug-
fjarskipti
Veður-
stofan
Alþjóðaflug-
þjónustan

Samtals
Tekjur
Yfirflugsgjöld 1.135.000 405.000 138.640 39.797 1.718.437
Tekjur alls 1.135.000 405.000 138.640 39.797 1.718.437
Gjöld
Launagjöld 510.276 220.707 118.136 0 849.119
Vörukaup 28.654 18.552 6.586 0 53.792
Þjónusta 440.483 124.806 20.101 43.473 628.863
Fjármagnskostnaður 43.129 7.263 605 72.207 123.204
Gjaldfærð eignakaup 11.700 2.377 0 0 14.077
Fyrningar 0 9.318 727 140.337 150.382
Kostnaðarhlutdeild -51.712 -19.151 -7.308 -12.801 -90.972
Gjöld alls 982.530 363.872 138.847 243.216 1.728.465
Viðskiptafært á ICAO 152.470 41.128 -207 -203.419 -10.028

     Önnur gjöld. Á árinu 2005 var varið 2,7 millj. kr. til rannsóknarverkefna. Þá var einnig varið á árunum 2004 og 2005 tæpum 700 millj. kr. vegna samningsins um Kosovo-verkefnið, en það skilaði rúmum 822 millj. kr. í tekjur eins og fram kemur í töflu 3. Kosovo-verkefninu er ekki lokið.
     Viðhald og stofnkostnaður. Eftirfarandi tafla sýnir stofnkostað, viðhald og annan kostnað árin 2004 og 2005:

Tafla 22. Stofnkostnaður, viðhald og annar kostnaður árin 2004 og 2005 (millj. kr.).
Verkefnaflokkur 2004 2005
Stofnkostnaður, flugvellir í grunnneti 113,2 401,9
Stofnkostnaður, aðrir flugvellir 2,3 1,3
Stofnkostnaður, búnaður og verkefni 29,9 93,4
Viðhald 125,1 114,6
Alþjóðaflugþjónustan 5,0 15,0
Vaxtagjöld 1,3 3,3
Afskrifaðar aðrar kröfur 17,6 0,0
Samtals 294,4 629,5

2.2 Sundurliðun einstakra gjaldaliða.
2.2.1 Viðhald.
    Yfirborð brauta og hlaða. Undir þennan lið fellur allt yfirborðsviðhald flugbrauta og flughlaða sem hafa bundið slitlag, þ.e. malbik, klæðingu og yfirborðsmerkingar.
    Helstu verkefni vegna malbiks voru viðgerðir í Reykjavík á flughlöðum við skýli 1 og 4. Einnig var samið um yfirsprautun á brautum Reykjavíkurflugvallar, en því tókst ekki að ljúka vegna óhagstæðrar veðráttu.
    Helsta verkefni vegna klæðingar var tilraun með bikbindingu sem fram fór á Stóra-Kroppi og þurfti að klæða yfir með einföldu lagi. Kostnaði var skipt milli Flugmálastjórnar og verktaka vegna tilraunar.
    Flugbrautir 01-19 og 13-31 ásamt akbrautar- og stöðvunarlínum voru málaðar í Reykjavík.
    Alls voru fjárveitingar 29,2 millj. kr. samkvæmt áætlun ársins 2005, en bókfærður kostnaður á árinu nam 20,4 millj. kr.

Tafla 23. Sundurliðun viðhalds borin saman við áætlun 2005 (millj. kr.).

Staður/verkefnaflokkur
Ráðstöfunarfé
2005
Bókfærður
kostnaður 2005
Yfirborð brauta og hlaða 29,2 20,4
Byggingar og búnaður 15,2 29,2
Ýmis verk vegna flugleiðsögu og tæknibúnaðar 17,4 7,4
Tækjasjóður 66,3 57,7
Samtals 128,1 114,7

     Byggingar og búnaður. Undir þennan lið fellur allt meiri háttar viðhald bygginga sem gert er sjaldnar en árlega. Fjárveitingar ársins voru 15,2 millj. kr., en framkvæmt var fyrir 29,2 millj. kr.
     Ýmis verk vegna flugleiðsögu og tæknibúnaðar. Í þennan lið var varið á árinu 2005 2,4 millj. kr. vegna framsetningu fluggagna á vefnum og 5 millj. kr. vegna ýmissa verkefna og búnaðar.
     Tækjasjóður. Fjárveitingar til tækjasjóðs á árinu 2005 voru 66,3 millj. kr., en keypt voru ýmis tæki og búnaður fyrir 57,7 millj. kr. á árinu 2005, eins og sést á eftirfarandi töflu:

Tafla 24. Sundurliðun tækjasjóðs (þús. kr.).
Reykjavík, Rafmagnsverkstæði 3.067
Reykjavík, pallbifreið 7.123
Akureyri, bremsumælir 5.495
Vestmannaeyjar, sanddreifari 4.593
Egilsstaðir, slökkvibifreið 664
Egilsstaðir, vörubifreið 10.010
Egilsstaðir, snjótennur 3.368
Bíldudalur, bátur og skýli 622
Ísafjörður, gírbox fyrir snjóblásara 5.700
Ísafjörður, vörubifreið með snjótönn 2.073
Grímsey, snjóhreinsitæki 1.726
Raufarhöfn, snjóblásarakjaftur 1.290
Ýmis björgunarbúnaður 4.673
Viðgerðir og endurbygging tækja 4.621
Ýmis búnaður 2.678
Samtals 57.703

2.2.2 Stofnkostnaður.
2.2.2.1 Grunnnet.

Reykjavíkurflugvöllur.
     Byggingar. Hér er að mestu um að ræða tækja- og sandgeymslu. Lokið er við hönnun og skipulagsmál og útboðsgögn liggja fyrir. Vegna óvissu um staðsetningu nýrrar samgöngumiðstöðvar hefur þetta verkefni ekki verið sett af stað. Til að leysa úr bráðri þörf fyrir sandgeymslu var skýli 10 keypt og verður það nýtt sem sandgeymsla til bráðabirgða.
     Aðflugs- og flugöryggisbúnaður. Í þennan lið var varið á árinu 22,4 millj. kr. Þar af fóru 19 millj. kr. í uppsetningu nýrra aðflugsljósa við flugbraut 19 og 3,4 millj. kr. í annan ljósabúnað og upplýsingaskilti.

Akureyrarflugvöllur.
    Flugbrautir og hlöð. Unnið var áfram að girðingarframkvæmdum við flugvöllinn á árinu 2005 og til þess varið 13,1 millj. kr. Akbrautir og hlöð vestan við aðstöðubyggingar Flugmálastjórnar og norður að girðingu við flugstöð og vestur að skýli 4 voru endurbyggð og malbikuð og varð kostnaður 20,7 millj. kr. Þá voru hafnar rannsóknir og forhönnun vegna lengingar flugbrautarinnar til suðurs. Til þessa verkefnis var varið 3,4 millj. kr.
     Byggingar. Unnið var að ýmsum endurbótum í flugstöðinni fyrir 1,1 millj. kr. á árinu 2005. Byggð var ný sandgeymsla ásamt rými fyrir brautarregla, vararafstöð og spennistöð. Ráðstöfunarfé var 24,2 millj. kr. Framkvæmd er lokið og stefnir í að vera á áætlun.
     Aðflugs- og flugöryggisbúnaður. Á árinu 2005 var lokið við endurnýjun flugbrautarljósa á Akureyrarflugvelli og til þess varið 4,8 millj. kr. Á árinu 2005 var ráðgert að setja upp nýjan stefnusendi við flugbrautina. Tækin hafa verið pöntuð eftir að útboð hafði farið fram, en framkvæmdum lýkur ekki fyrr en á árinu 2006.

Egilsstaðaflugvöllur.
    Flugbrautir og hlöð. Setja á upp 2 m háa girðingu út frá flugstöð og flugskýlum til að uppfylla kröfur um flugvernd, en þar sem kröfur eru sífellt að breytast hefur ekki enn verið ákveðið hvert umfang girðingar þarf að vera og því hefur ekki tekist að ljúka þessari framkvæmd enn þá. Fjárveiting árið 2005 var 5 millj. kr., en framkvæmt fyrir 2,4 millj. kr.
     Byggingar. Unnið var að ýmsum endurbótum á tækjageymslunni á árinu 2005, m.a. sett upp útsog fyrir tæki. Ekki verður hægt að ljúka verkinu fyrr en ný slökkvibifreið verður komin í hús.

Vestmannaeyjaflugvöllur/Bakki.
    Flugbrautir og hlöð. Unnið hefur verið við mælingar á öryggissvæðunum og samkvæmt magnreikningum er töluvert verk að koma öryggissvæðunum í ásættanlegt ástand án þess að hrófla við Sæfellinu. Miðað er við að flugvöllurinn verði 2C og sjónflugsvöllur. Frumkostnaðaráætlun ráðgjafa er 95 millj. kr. Ráðstöfunarfé á árinu var 8 millj. kr. sem fór að mestu í mælingar og hönnun. Sótt hefur verið um framkvæmdaleyfi til bæjaryfirvalda og þarf að fylgja með hljóðspor fyrir flugvöllinn sem gerð var krafa um í síðasta aðalskipulagi Vestmannaeyja. Unnið var að gerð hljóðsporsins og er því lokið. Kostnaður vegna mælinga, hönnunar og gerðar hljóðspors varð 3,6 millj. kr. á árinu 2005.
     Byggingar. Keypt var gamalt steypt flugskýli sem nota á fyrir sandgeymslu, en skýlið er næsta bygging austan við tækjageymslu Flugmálastjórnar. Breyta þurfti hurðum til að skýlið þjóni hinu nýja hlutverki. Breytingarnar voru boðnar út og er framkvæmdum lokið. Kostnaður á árinu 2005 varð 3,2 millj. kr. Lokaáfangi vegna endurbyggingar flugturnsins hefur verið hannaður og er unnið að gerð útboðsgagna. Lokið var við byggingu nýrrar flugstöðvar á Bakkaflugvelli á árinu 2005. Ráðstöfunarfé var 45 millj. kr., en kostnaður varð 46,1 millj. kr.
     Aðflugs- og flugöryggisbúnaður. Til stóð að setja upp ný PAPI-ljós á báðar flugbrautirnar og eru ljósin nú þegar komin til Vestmannaeyja, en uppsetning er háð frágangi öryggissvæðanna sem ekki verður af fyrr en árið 2006. Ráðstöfunarfé á árinu 2005 var 14,9 millj. kr.

Ísafjarðarflugvöllur/Þingeyri.
    Flugbrautir og hlöð. Unnið var við breikkun á öryggissvæðum Ísafjarðarflugvallar eins og hægt er með tilliti til landfræðilegra aðstæðna. Ráðstöfunarfé var 67,3 millj. kr., en kostnaður á árinu 2005 nam 65,7 millj. kr. Á árinu 2005 var hafist handa við gagngerar endurbætur á Þingeyrarflugvelli. Verkið var boðið út um vorið og átti verktaki að skila því 1. nóvember 2005, en ekki tókst að koma klæðingu á brautina vegna óhagstæðs veðurfars um haustið. Ekki tókst því að leggja bundið slitlag fyrr en vorið 2006 og var því flugbrautin ekki nothæf fyrr en að því loknu. Ráðstöfunarfé á árinu 2005 var 91,8 millj. kr. Heildarkostnaður er áætlaður 168 millj. kr. og stefnir í að verða nálægt áætlun þegar tekið er tillit til framlags á árinu 2006.

Þórshafnarflugvöllur.
    Flugbrautir og hlöð. Endurbyggja þarf norðurhluta flugbrautarinnar vegna þess hve miklar frostlyftingar eru á þeim hluta. Þegar niðurstöður skoðana og ákvörðun um hvernig staðið yrði að verkinu lágu fyrir var það langt liðið á árið að ekki var ráðlegt að bjóða verkið út til framkvæmda á árinu 2005. Þess í stað var það boðið út í lok nóvember og jafnframt miðað við að verkið yrði unnið í maí og júní árið 2006. Ráðstafað var 20,0 millj. kr. úr söfnunarsjóði slitlaga sem var lagður niður, en gert var ráð fyrir að klæða þyrfti flugbrautina árið 2006 og var ráðstafað til þess verks 16,5 millj. kr. þannig að til ráðstöfunar á árinu 2006 eru 36,5 millj. kr. sem er nálægt frumkostnaðaráætlun.

Bíldudalsflugvöllur.
    
Flugbrautir og hlöð. Gamla vatnsbólið fyrir Bíldudalsflugvöll var orðið algerlega ófullnægjandi og var því ráðist í gerð nýs vatnbóls sem afkastar ásættanlegri áfyllingu á slökkvibíl. Einnig þurfti að koma vatni í björgunarbátsskýlið. Kostnaður á árinu 2005 varð 0,5 millj. kr.

Grímseyjarflugvöllur.
     Byggingar. Byggingu tækjageymslunnar lauk á árinu 2005, en í ljós kom að rafmagn vegna nýrrar heimtaugar var ekki fullfrágengið og kostnaður vegna þess varð 2,1 millj. kr. Fjármagn til ráðstöfunar var 0,8 millj. kr., en það sem upp á vantar verður fjármagnað af liðnum „Til leiðréttingar og brýnna verkefna“.
     Aðflugs- og flugöryggisbúnaður. Frágangi eltiljósa lauk á árinu 2005 og þau tekin í notkun. Kostnaður vegna raflagna fór töluvert fram úr kostnaðaráætlun. Kostnaður varð 4,6 millj. kr., fjármagn til ráðstöfunar var 2,6 millj. kr. og það sem upp á vantar verður fjármagnað af liðnum „Til leiðréttingar og brýnna verkefna“.

2.2.2.2 Áætlunarflugvellir utan grunnnets.
    Áætlunarflugvellir utan grunnnets eru tveir, þ.e. Gjögur- og Vopnafjarðarflugvellir. Engar fjárveitingar og framkvæmdir voru á Vopnafjarðarflugvelli á árinu 2005.

Tafla 25. Sundurliðun stofnkostnaðar utan grunnnets borin saman við áætlun 2005 (millj. kr.).

Flokkur

Staður/verkefnaflokkur
Ráðstöfunarfé
2005
Bókfærður
kostnaður 2005
2 Gjögurflugvöllur
1. Flugbrautir og hlöð 12,0 2,3
2. Byggingar 0,0 0,0
3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 5,0 2,9
Samtals
17,0 5,2
Samtals áætlunarflugvellir utan grunnnets 17,0 5,2

Gjögurflugvöllur.
    
Flugbrautir og hlöð. Á árinu 2005 var sett nýtt malarslitlag á flugbrautina á Gjögri Kostnaður varð 2,3 millj. kr. Til ráðstöfunar á þessum lið verða 12 millj. kr. því að hugmyndin var að bikbinda flugbrautina á sama hátt og gert var á Stóra-Kroppi, en ljóst er að kostnaður við slíka framkvæmd var vanmetinn og verður verulega hærri.
     Aðflugs- og flugöryggisbúnaður. Keypt var ný vararafstöð á árinu sem verður í gámi með öllum búnaði og kemur hann tilbúinn frá seljanda. Fjármagn til ráðstöfunar á árinu 2005 var 5 millj. kr., en kostnaðurinn varð verulega minni, eða um 2,9 millj. kr.

Tafla 26. Sundurliðun stofnkostnaðar í grunnneti borin saman við áætlun 2005 (millj. kr.).

Flokkur

Staður/verkefnaflokkur
Ráðstöfunarfé
2005
Bókfærður
kostnaður 2005
3 Reykjavíkurflugvöllur
1. Flugbrautir og hlöð 0,0 0,0
2. Byggingar 131,1 21,4
3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 58,6 22,4
Samtals 189,7 43,8
4 Akureyrarflugvöllur
1. Flugbrautir og hlöð 24,7 37,1
2. Byggingar 27,1 25,3
3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 31,4 9,9
Samtals 83,2 72,3
4 Egilsstaðaflugvöllur
1. Flugbrautir og hlöð 5,0 2,4
2. Byggingar 2,3 0,9
3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 0,0 0,0
Samtals 7,3 3,3
3 Vestmannaeyjaflugvöllur/Bakki
1. Flugbrautir og hlöð 8,0 3,6
2. Byggingar 55,1 49,7
3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 14,9 0,0
Samtals 78,0 53,3
3 Ísafjarðarflugvöllur/Þingeyri
1. Flugbrautir og hlöð 159,2 216,3
2. Byggingar 0,0 0,0
3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 0,0 0,0
Samtals 159,2 216,3
2 Þórshafnarflugvöllur
1. Flugbrautir og hlöð 20,0 0,5
2. Byggingar 0,0 0,0
3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 0,0 0,0
Samtals 20,0 0,5
2 Bíldudalsflugvöllur
1. Flugbrautir og hlöð 0,8 0,5
2. Byggingar 0,0 0,0
3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 0,0 0,0
Samtals 0,8 0,5
2 Grímseyjarflugvöllur
1. Flugbrautir og hlöð 0,0 0,0
2. Byggingar 2,1 2,1
3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 4,6 4,6
Samtals 6,7 6,7
Samtals áætlunarflugvellir í grunnneti 544,9 396,7

2.2.2.3 Aðrir flugvellir.
     Aðrir flugvellir og lendingarstaðir. Framkvæmdir á þessum lið hafa beðið eftir niðurstöðu vinnuhóps um svonefnda „sjúkraflugvelli“. Reynt var samhliða að fá upplýsingar um hvaða vellir væru mest notaðir af einkafluginu, þannig að hægt væri að beina þessu litla fjármagni sem liðnum er ætlað á þá staði sem nýtast sem flestum. Til ráðstöfunar á þessum lið á árinu 2005 voru 18,5 millj. kr. Framkvæmt var fyrir 6,5 millj. kr., aðallega á Stóra-Kroppi.
     Æfingaflugvöllur. Til stóð að endurbyggja vélflugbrautina á Sandskeiði þannig að hún gæti tekið við hlutverki æfingaflugvallar. Sandskeið er innan vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins, svokallað fjarsvæði A, og lýtur þar af leiðandi ströngum skilmálum varðandi framkvæmdir. Leggja varð töluverða vinnu í að afla gagna og gera skýrslu til Skipulagsstofnunar til að fá staðfest að ekki þyrfti að gera fullkomið umhverfismat. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi sveitarstjórna skv. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga, nr. 73/1997. Í umsögn þeirra kom fram að aðalskipulag svæðisins hefur ekki verið staðfest og geti þau ekki gefið leyfi fyrir framkvæmdinni fyrr en því er lokið. Kostnaður við hönnun og öflun leyfa ásamt rekstri veðurstöðva á árinu 2005 varð 1,3 millj. kr., en ráðstöfunarfé var 19,9 millj. kr.

Tafla 27. Sundurliðun annarra flugvalla borin saman við áætlun 2005 (millj. kr.).

Flokkur

Staður/verkefnaflokkur
Ráðstöfunarfé
2005
Bókfærður
kostnaður 2005
1 Aðrir flugvellir og lendingarstaðir 18,5 6,2
2 Æfingaflugvöllur 19,9 1,3
Samtals 38,4 7,5

2.2.2.4     Ýmis stofnkostnaður, búnaður og verkefni.
     Flugstjórnarmiðstöð. Af þessum lið er greiddur hlutur Íslands í hinum ýmsu framkvæmdum á vegum Alþjóðaflugþjónustunnar hér á landi. Á árinu 2005 var þessi kostnaður 15,0 millj. kr.

Tafla 28. Sundurliðun búnaðar og verkefna borin saman við áætlun 2005 (millj. kr.).

Staður/verkefnaflokkur
Ráðstöfunarfé
2005
Bókfærður
kostnaður 2005
Flugstjórnarmiðstöð 15,0 15,0
GPS/AIS-upplýsingaþjónusta 24,0 13,3
Flugprófunarbúnaður 41,4 25,8
Flugvernd og öryggismál 18,2 14,9
EGNOS 0,0 -1,2
Flugleiðsaga, leiðarflug 6,0 1,1
Veðurupplýsingakerfi 6,5 6,3
Stjórnunarkostnaður 28,0 28,0
Samtals 139,1 103,2

     GPS/AIS-upplýsingaþjónusta. Unnið var á árinu 2005 við uppbyggingu á gæðakerfi fyrir upplýsingaþjónustuna. Aðflugshönnuðir hafa sótt námskeið í RNAV/GNSS vegna GPS-aðfluga. Einnig er verið að kaupa stafræn kort frá Landmælingum Íslands vegna aðflugskortagerðar. Kostnaður á árinu 2005 varð 13,3 millj. kr., en ráðstöfunarfé var 15,3 millj. kr.
     Flugprófunarbúnaður. Á árinu 2005 var varið 25,8 millj. kr. til kaupa á nýjum flugprófunarbúnaði.
     Flugvernd og öryggismál. Á árinu 2005 var áfram unnið að ýmsum flugverndar- og öryggismálum á flugvöllunum og til þess varið 14,9 millj. kr.
     Veðurupplýsingakerfi. Gengið var frá nýju veðurupplýsingakerfi fyrir Bakkaflugvöll sem mun taka við af eldra veðurkerfi þar og stefnt er að því að setja þetta veðurkerfi upp á öðrum áætlunarvöllum innan lands. Einnig hefur Flugkerfi unnið miðlægt veðurkerfi sem mun safna öllum veðurgögnum á miðlæga tölvu til framtíðargreiningar. Veðurkerfi Þingeyrarflugvallar verður einnig fjármagnað af þessum lið. Samkomulag var gert við Veðurstofu Íslands um rekstur á veðurstöð á Grímseyjarflugvelli og er hluti Flugmálastjórnar í því verkefni greiddur af þessum lið. Verkefnin munu bæði teygja sig inn á árið 2006.

2.3 Flokkun flugvalla.
    Með þingsályktun um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2005–2008 breyttist flokkun flugvalla frá fyrri þingsályktunum um flugmálaáætlun. Flugvellir eru nú flokkaðir á eftirfarandi hátt: 1. Flugvellir í grunnneti. 2. Áætlunarflugvellir utan grunnnets. 3. Aðrir flugvellir utan grunnnets.

2.3.1     Flugvellir í grunnneti.
    Eftirfarandi eru áætlunarflugvellir í grunnneti: Reykjavíkur-, Akureyrar-, Egilsstaða-, Vestmannaeyja-/Bakka-, Ísafjarðar-/Þingeyrar-, Hornafjarðar-, Sauðárkróks-, Grímseyjar-, Bíldudals- og Þórshafnarflugvöllur.

2.3.2     Áætlunarflugvellir utan grunnnets.
    Eftirfarandi eru áætlunarflugvellir utan grunnnets: Vopnafjarðar- og Gjögurflugvöllur.

2.3.3 Aðrir flugvellir utan grunnnets.
    Eftirfarandi eru aðrir flugvellir utan grunnnets: Húsavíkur-, Norðfjarðar-, Patreksfjarðar-, Raufarhafnar-, Reykjahlíðar-, Rifs-, Siglufjarðar-, Blönduóss-, Sandskeiðs- og Stykkishólmsflugvöllur.
    Aðrir lendingarstaðir eru: Arngerðareyri, Breiðdalsvík, Borgarnes, Dagverðará, Fagurhólsmýri, Fáskrúðsfjörður, Flúðir, Hella, Geysir, Grímsstaðir, Borgarfjörður eystri, Búðardalur, Djúpivogur, Gunnarsholt, Herðubreiðarlindir, Húsafell, Hólmavík, Króksstaðamelar, Hveravellir, Ingjaldssandur, Kaldármelar, Kerlingarfjöll, Kirkjubæjarklaustur, Kópasker, Melgerðismelar, Nýidalur, Reykhólar, Reykjanes, Selfoss, Skálavatn, Skógarsandur, Stóri- Kroppur, Sprengisandur, Vík og Þórsmörk.

2.3.4 Flokkun flugvalla eftir alþjóðlegum staðli.
    Flugvellir eru einnig flokkaðir eftir staðli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar samkvæmt viðauka 14. Þar er miðað við brautarlengdir og flugvélagerðir eins og sést í eftirfarandi töflu:

Tafla 29. Flokkun flugvalla samkvæmt viðmiðun ICAO, viðauka 14.
Viðmiðun 1 Viðmiðun 2
Flokkur Flugbrautarlengd Flokkur Vænghaf Breidd milli aðalhjóla
1 Styttri en 800 m A Styttra en 15 m Styttri en 4,5 m
2 800 m að 1.200 m B 15 m að 24 m 4,5 m að 6 m
3 1.200 m að 1.800 m C 24 m að 36 m 6 m að 9 m
4 1.800 m og lengri D 36 m að 52 m 9 m að 14 m
E 52 m að 65 m 9 m að 14 m

2.4 Þróun flutninga.
    Á undanförnum árum hefur farþegum í innanlandsflugi fjölgað jafnt og þétt og náði fjölgunin hámarki árið 1999, en hefur síðan farið minnkandi. Á árunum 1982–2005 var aukningin um 46,6%. Á árinu 2005 fjölgaði farþegunum frá árinu áður um 3,4%. Þróunin hefur orðið sú að farþegum sem fara um stærri flugvellina hefur fjölgað verulega enda ferðatíðni meiri, að undanskildum Ísafjarðarflugvelli, en þar hefur farþegum sem fara um flugvöllinn aðeins fjölgað lítillega, eða um 3,8%, frá árinu 1982. Á móti hefur farþegum fækkað sem notuðu minni flugvellina, en það hefur leitt til þess að áætlunarflugi hefur verið hætt til margra áfangastaða undanfarin ár.
    Myndin hér að neðan sýnir þróun farþegaflutninga í innanlandsflugi 1982–2005:

Mynd 2. Farþegaflutningar í innanlandsflugi 1982–2005.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Betri vegir út frá Reykjavík um Vesturland og norður í land hafa fyrst og fremst gert það að verkum að áætlunarflugi til flugvallanna á Snæfellsnesi, Hólmavík og Blönduósi var hætt þar sem flugið gat ekki keppt við einkabílinn. Þá hefur bætt vegakerfi milli byggða í einstökum landshlutum einnig stuðlað að þessari þróun, t.d. á Vestfjörðum og Austurlandi. Aðallega hefur arðsemiskrafa flugrekenda nú á allra síðustu árum leitt til þessarar þróunar, sbr. að hætt hefur verið áætlunarflugi til Húsavíkur og Siglufjarðar.
    Þegar borin eru saman árin 1999, þegar farþegaflutningar voru mestir, og 2005 hefur farþegum sem fóru um áætlunarflugvelli í grunnneti fækkað um 10,5%. Þó hefur farþegum sem fóru um Egilsstaða- og Bakkaflugvelli fjölgað gríðarlega á þessu tímabili og lítils háttar fjölgun hefur orðið á farþegum til og frá Grímsey. Virkjana- og stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi eiga verulegan þátt í fjölgun farþega um Egilsstaðaflugvöll, en fjölgun farþega sem fóru um Bakkaflugvöll er að nokkru leyti vegna minna framboðs á flugi milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja undanfarin ár.
    Eftirfarandi töflur sýna fjölda farþega sem fóru um áætlunarflugvelli í grunnneti og utan grunnnets árin 1999 annars vegar og 2005 hins vegar:

Tafla 30. Áætlunarflugvellir í grunnneti, farþegaflutningar 1999 og 2005.
Flugvellir 1999 Hlutfall 2005 Hlutfall Breyting
Reykjavík 454.469 48,5% 382.016 45,6% -15,9%
Akureyri 194.404 20,8% 179.862 21,5% -7,5%
Vestmannaeyjar 89.013 9,5% 50.490 6,0% -43,3%
Egilsstaðir 76.910 8,2% 126.895 15,1% 65,0%
Ísafjörður 54.171 5,8% 45.682 5,4% -15,7%
Hornafjörður 19.823 2,1% 8.864 1,1% -55,3%
Sauðárkrókur 14.726 1,6% 5.829 0,7% -60,4%
Bíldudalur 7.553 0,8% 3.858 0,5% -48,9%
Grímsey 3.845 0,4% 4.022 0,5% 4,6%
Þórshöfn 1.912 0,2% 1.442 0,2% -24,6%
Þingeyri 2.532 0,3% 413 0,0% -83,7%
Bakki 16.975 1,8% 28.957 3,5% 70,6%
Samtals 936.333 100,0% 838.330 100,0% -10,5%

Tafla 31. Áætlunarflugvellir utan grunnnets, farþegaflutningar 1999 og 2005.
Flugvellir 1999 Hlutfall 2005 Hlutfall Breyting
Vopnafjörður 2.904 85,5% 1.462 72,9% -49,7%
Gjögur 492 14,5% 544 27,1% 10,6%
Samtals 3.396 100,0% 2.006 100,0% -40,9%

    Þegar þróun farþegaflutninga með flugi frá árinu 1999 er skoðuð eftir landshlutum kemur eftirfarandi í ljós:

Tafla 32. Farþegaflutningar eftir landshlutum.
Flugvellir 1999 Hlutfall 2005 Hlutfall Breyting
Vestfirðir 66.271 6,9% 50.497 6,0% -23,8%
Norðurland 233.035 24,3% 193.072 22,9% -17,1%
Austurland 99.752 10,4% 137.309 16,3% 37,7%
Suðurland 105.988 11,0% 79.447 9,4% -25,0%
Reykjavík 454.469 47,4% 382.016 45,4% -15,9%
Samtals 959.515 100,0% 842.341 100,0% -12,2%

    Eins og taflan sýnir er fækkun farþega með flugi á þessu tímabili 12,2%, en eins og áður er getið varð veruleg fjölgun farþega til Austurlands um Egilsstaðaflugvöll.
    Vöru- og póstflutningar með flugi hafa verið á stöðugu undanhaldi á undanförnum árum, eins og sést á myndinni hér að neðan. Nokkur aukning varð þó á milli áranna 2004 og 2005, eða um 14,4%.

Mynd 3. Vöru- og póstflutningar með innanlandsflugi 1982–2005.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Á töflunni hér að neðan sést hvernig þróunin hefur verið frá árinu 1999 eftir landshlutum:

Tafla 33. Vöru- og póstflutningar í tonnum eftir landshlutum.
Flugvellir 1999 Hlutfall 2005 Hlutfall Breyting
Vestfirðir 415 11,6% 347 10,5% -16,4%
Norðurland 778 21,8% 1.064 32,0% 36,8%
Austurland 429 12,0% 487 14,7% 13,5%
Suðurland 183 5,1% 166 5,0% -9,3%
Reykjavík 1.768 49,5% 1.256 37,8% -29,0%
Samtals 3.573 100,0% 3.320 100,0% -7,1%
Fylgiskjal I.


    Eftirfarandi tafla og mynd sýna fjárveitingar til flugmálaframkvæmda frá því að fyrsta þingsályktun um flugmálaáætlun var samþykkt árið 1988:

Fjárveitingar til flugmálaframkvæmda, stofnkostnaður og viðhald 1988–2005 (þús. kr.).
Framreiknað til núvirðis samkvæmt byggingarvísitölu. (351,4 stig í október 2006).
Ár Fjárhæð Núvirði
1988 281.500 815.491
1989 272.000 662.376
1990 325.000 664.756
1991 349.000 659.702
1992 374.000 696.838
1993 393.000 726.461
1994 395.000 703.512
1995 355.000 610.607
1996 332.000 555.811
1997 400.000 628.623
1998 415.000 631.576
1999 485.000 723.690
2000 691.000 991.901
2001 837.000 1.134.292
2002 932.100 1.180.324
2003 688.000 846.510
2004 441.800 517.840
2005 467.000 523.791
Samtals 8.433.400 13.274.101


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Fylgiskjal II.


    Eftirfarandi tafla sýnir stofnkostnað einstakra flugvalla árin 1988–2005:

Stofnkostnaður flugvalla 1988–2005 (þús. kr.).
Flugvellir í grunnneti og utan grunnnets eru áætlunarflugvellir.
Framreiknað til núvirðis samkvæmt byggingarvísitölu (351,4 í október 2006).
Staður 1988–2002 2003 2004 2005 Samtals Hlutfall
Reykjavík 3.133.205 103.599 20.611 49.160 3.306.575 30,9%
Akureyri 1.025.146 48.354 25.322 81.096 1.179.918 11,0%
Egilsstaðir 2.027.863 6.644 842 3.717 2.039.066 19,0%
Vestmannaeyjar 607.299 985 5.942 8.007 622.233 5,8%
Bakki 121.330 0 2.336 51.681 175.347 1,6%
Ísafjörður 486.619 26.454 17.513 73.736 604.322 5,6%
Þingeyri 66.468 0 4.100 169.011 239.580 2,2%
Hornafjörður 288.859 123 1.773 0 290.755 2,7%
Sauðárkrókur 273.478 0 0 0 273.478 2,6%
Grímsey 120.386 110.120 54.007 7.487 291.999 2,7%
Bíldudalur 200.995 2.337 207 614 204.153 1,9%
Þórshöfn 310.970 0 0 605 311.574 2,9%
Flugvellir í grunnneti 8.662.618 298.616 132.653 445.113 9.539.000 89,0%
Vopnafjörður 86.172 0 0 0 86.172 0,8%
Gjögur 79.547 0 0 5.825 85.371 0,8%
Flugvellir utan grunnnets 165.718 0 0 5.825 171.543 1,6%
Aðrir flugvellir 935.328 0 0 1.418 936.746 8,7%
Lendingarstaðir 55.394 6.398 578 6.982 69.353 0,6%
Aðrir flugvellir og lendingarstaðir 990.722 6.398 578 8.400 1.006.098 9,4%
Samtals 9.819.059 305.014 133.231 459.337 10.716.641 100,0%

Graphic file untit~1f.tif with height 879 p and width 1884 p Left aligned


Fylgiskjal III.


    Eftirfarandi tafla sýnir heildarfjárfestingar til einstakra flugvalla 1988–2005, ásamt fjölda farþega sem fóru um flugvellina á sama tíma:

Fjárfestingar á flugvöllum 1988–2005.
Fjöldi farþega sem fóru um flugvellina 1988–2005.

Framreiknað til núvirðis samkvæmt byggingarvísitölu (351,4 í október 2006).

Staður
Fjárhæð í
þús. kr.
Fjöldi
farþega
Fjárfesting miðuð
við farþega
Reykjavík 3.306.575 6.397.901 517
Akureyri 1.179.918 2.701.532 437
Vestmannaeyjar 622.233 1.254.188 496
Egilsstaðir 2.039.066 1.190.687 1.712
Ísafjörður 604.322 874.218 691
Hornafjörður 290.755 271.593 1.071
Húsavík 263.561 182.774 1.442
Sauðárkrókur 273.478 205.002 1.334
Patreksfjörður 98.273 59.549 1.650
Bíldudalur 204.153 102.462 1.993
Grímsey 291.999 65.439 4.463
Norðfjörður 82.821 31.495 2.630
Vopnafjörður 86.172 52.321 1.647
Siglufjörður 75.660 44.422 1.703
Þórshöfn 311.574 33.686 9.251
Hólmavík 97.362 10.062 9.678
Gjögur 85.371 11.420 7.482
Þingeyri 239.580 34.372 6.971
Raufarhöfn 22.414 9.176 2.444
Kópasker 39.719 4.507 8.807
Flateyri 23.921 30.741 778
Mývatn 85.676 36.867 2.324
Bakki 175.347 177.869 986
Borgarfjörður eystri 29.231 1.491 19.618
Ólafsfjörður 493 6.012 82
Breiðdalsvík 9.044 3.068 2.946
Blönduós 24.915 11.247 2.215
Stykkishólmur 784 6.885 114
Rif 67.676 14.024 4.827
Samtals 10.632.093 13.825.010 769



Fylgiskjal IV.


    Eftirfarandi tafla og mynd sýna rekstrarframlag á hvern farþega sem fór um áætlunarflugvellina á árunum 2004 og 2005:

Rekstrarframlag á hvern farþega árin 2004 og 2005.
Staður 2004 2005 Breyting
Reykjavík 566 539 -4,8%
Akureyri 740 753 1,8%
Egilsstaðir 610 573 -6,1%
Vestmannaeyjar 1.182 1.167 -1,3%
Bakki 416 490 17,8%
Ísafjörður 903 925 2,4%
Þingeyri 6.267 7.690 22,7%
Hornafjörður 1.846 1.969 6,7%
Sauðárkrókur 1.919 2.025 5,5%
Bíldudalur 2.104 3.231 53,6%
Grímsey 1.427 1.371 -3,9%
Þórshöfn 4.357 4.553 4,5%


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Fylgiskjal V.


Þróun flutninga 1995–2005.

    Eftirfarandi myndir sýna þróun farþega-, vöru- og póstflutninga milli áranna 1995 og 2005. Mjög mikil breyting hefur átt sér stað í farþegaflutningum í innanlandsflugi á fyrrgreindu tímabili. Flug til margra áfangastaða hefur lagst af, en stóraukist frá Reykjavík til stærri áfangastaða eins og Akureyrar og Egilsstaða.
    Vöru- og póstflutningar með flugi hafa minnkað verulega frá árinu 1982. Póstflutningar milli landshluta eru nú að mestu leyti með bílum og vöruflutningar einnig, nema til staða eins og Vestmannaeyja og Grímseyjar.

Áætlunarflugvellir í grunnneti:

Reykjavíkurflugvöllur.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Akureyrarflugvöllur.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Egilsstaðaflugvöllur.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Vestmannaeyjaflugvöllur.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Bakkaflugvöllur.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Engir skráðir vöru- og póstflutningar.

Ísafjarðarflugvöllur.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Þingeyrarflugvöllur.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Hornafjarðarflugvöllur.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Sauðárkróksflugvöllur.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Grímseyjarflugvöllur.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Bíldudalsflugvöllur.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Þórshafnarflugvöllur.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Áætlunarflugvellir utan grunnnets:

Vopnafjarðarflugvöllur.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Gjögurflugvöllur.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.