Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 360. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 567  —  360. mál.




Svar


félagsmálaráðherra við fyrirspurn Önnu Kristínar Gunnarsdóttur um fjárhag sveitarfélaga.

     1.      Hvaða sveitarfélög hafa fengið viðvörun frá ráðuneytinu vegna fjárhagsstöðu sl. 10 ár, skipt eftir árum og gömlu kjördæmaskipaninni?
    Í lista hér á eftir eru upplýsingar um hvaða sveitarfélög fengu bréf vegna árlegrar úttektar á ársreikningum og fjárhagsáætlunum fyrir árin 1996–2005.

Sveitarfélög sem fengu bréf vegna árlegrar athugunar á ársreikningum 1996–2005, skipt eftir árum og eldri kjördæmaskipan.


Vegna niðurstöðu ársreiknings 2005
Vestfjarðakjördæmi
    Bolungarvíkurkaupstaður
    Ísafjarðarkaupstaður
Norðurlandskjördæmi vestra
    Sveitarfélagið Skagafjörður

Vegna niðurstöðu ársreiknings 2004
Ekkert sveitarfélag

Vegna niðurstöðu ársreiknings 2003
Vesturlandskjördæmi
    Saurbæjarhreppur
    Snæfellsbær
Norðurlandskjördæmi vestra
    Blönduóssbær
    Sveitarfélagið Skagafjörður
Norðurlandskjördæmi eystra
    Dalvíkurbyggð
    Húsavíkurbær
    Ólafsfjarðarbær
    Skútustaðahreppur
    Þórshafnarhreppur
    Öxarfjarðarhreppur
Austurlandskjördæmi
    Djúpavogshreppur
    Fáskrúðsfjarðarhreppur
    Sveitarfélagið Hornafjörður
    Vopnafjarðarhreppur
Suðurlandskjördæmi
    Hveragerðisbær
    Mýrdalshreppur
    Rangárþing ytra
    Skaftárhreppur

Reykjaneskjördæmi
    Hafnarfjarðarkaupstaður
    Mosfellsbær
    Reykjanesbær
    Sveitarfélagið Árborg
    Vestmannaeyjabær

Vegna niðurstöðu ársreiknings 2002
Vesturlandskjördæmi
    Borgarbyggð
    Borgarfjarðarsveit
    Dalabyggð
Norðurlandskjördæmi vestra
    Blönduóssbær
Norðurlandskjördæmi eystra
    Hríseyjarhreppur
    Ólafsfjarðarbær
    Þórshafnarhreppur
Austurlandskjördæmi
    Fellahreppur
Reykjaneskjördæmi
    Hafnarfjarðarkaupstaður
    Mosfellsbær

Vegna niðurstöðu ársreiknings 2001
Vesturlandskjördæmi
    Borgarfjarðarsveit
Norðurlandskjördæmi eystra
    Raufarhafnarhreppur
    Þórshafnarhreppur

Vegna niðurstöðu ársreiknings 2000
Vestfjarðakjördæmi
    Kirkjubólshreppur
Vesturlandskjördæmi
    Borgarbyggð
    Borgarfjarðarsveit
    Eyja- og Miklaholtshreppur
    Hvalfjarðarstrandarhreppur
    Leirár- og Melahreppur
    Saurbæjarhreppur
    Snæfellsbær
Norðurlandskjördæmi vestra
    Blönduóssbær
    Höfðahreppur
    Sveitarfélagið Skagafjörður
    Torfalækjarhreppur

Norðurlandskjördæmi eystra
    Aðaldælahreppur
    Húsavíkurkaupstaður
    Ólafsfjarðarbær
    Raufarhafnarhreppur
    Þórshafnarhreppur
Austurlandskjördæmi
    Fellahreppur
    Fjarðabyggð
    Seyðisfjarðarkaupstaður
Suðurlandskjördæmi
    Biskupstungnahreppur
    Laugardalshreppur
    Rangárvallahreppur
    Vestmannaeyjabær
    Villingaholtshreppur
Reykjaneskjördæmi
    Bessastaðahreppur
    Hafnarfjarðarkaupstaður
    Mosfellsbær
    Reykjanesbær
    Sandgerðisbær
    Vatnsleysustrandarhreppur

Vegna niðurstöðu ársreikninga 1996– 1999
Vesturlandskjördæmi
    Akraneskaupstaður
    Borgarfjarðarsveit
    Snæfellsbær
    Stykkishólmsbær
Vestfjarðakjördæmi
    Bolungarvíkurkaupstaður
    Ísafjarðarbær
    Vesturbyggð
Norðurlandskjördæmi vestra
    Blönduóssbær
    Sveitarfélagið Skagafjörður
Norðurlandskjördæmi eystra
    Aðaldælahreppur
    Hríseyjarhreppur
    Ólafsfjarðarkaupstaður
Austurlandskjördæmi
    Austur-Hérað
    Fáskrúðsfjarðarhreppur
Suðurlandskjördæmi
    Vestmannaeyjabær
Reykjaneskjördæmi
    Hafnarfjarðarkaupstaður
    Kjósarhreppur
    Mosfellsbær
    Reykjanesbær
    Vatnsleysustrandarhreppur
    Í sveitarstjórnarlögum, nr. 45/1998, var kveðið á um að félagsmálaráðherra skipi þriggja manna nefnd sem hafi það hlutverk að fylgjast með fjármálum sveitarfélaga og gera nauðsynlegar athugasemdir við þróun þeirra en áður var slíkt eftirlit framkvæmt af starfsmönnum félagsmálaráðuneytisins. Á grundvelli nýrra laga var sett sérstök reglugerð, nr. 374/2001, um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, þar sem fjallað er ítarlega um hlutverk nefndarinnar. Í samræmi við reglugerðina athugar eftirlitsnefnd árlega reksturog fjárhagsstöðu sveitarfélaga með hliðsjón af ársreikningi og fjárhagsáætlun fyrra árs og fjárhagsáætlun yfirstandi árs. Samkvæmt 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga skal sveitarstjórn árlega gæta þess svo sem kostur er að heildarútgjöld sveitarfélags fari ekki fram úr heildartekjum þess. Leiði athugun nefndarinnar í ljós að afkoma sveitarsjóðs er ekki í samræmi við framangreint lagaákvæði eða að fjármál sveitarfélagsins stefni að öðru leyti í óefni skal nefndin aðvara viðkomandi sveitarstjórn og kalla eftir skýringum.
    Athugun nefndarinnar er gerð með tilliti til lykiltalna, sbr. m.a. 6. gr. reglugerðar um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, nr. 374/2001, og tiltekinna viðmiða sem nefndin hefur sett sér. Nefndin getur kallað eftir frekari skýringum sveitarstjórnar á tilteknum atriðum til að hún geti lokið við mat sitt á fjárhagslegri stöðu sveitarfélags. Að lokinni athugun leggur nefndin mat á hvort eðlilegt sé að vara einstök sveitarfélög við að rekstrarniðurstaða og/eða fjárhagsstaða sé óviðunandi og óskar nefndin þá jafnframt eftir upplýsingum um hvernig viðkomandi sveitarstjórn hyggst bregðast við rekstrar- og/eða fjárhagsvanda sveitarfélagsins.
    Frá því að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga var fyrst skipuð hefur vinnuferli nefndarinnar tekið nokkrum breytingum, ekki síst vegna breytinga sem gerðar voru á reikningsskilum sveitarfélaga og tóku gildi 1. janúar 2002. Í mars 2005 var gerð breyting á reglugerð nr. 374/2001, um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Breytingin fól í sér að sveitarfélögum er gert skylt að senda eftirlitsnefndinni greinargerð með fjárhagsáætlun, þriggja ára áætlun og ársreikningi ef niðurstaða áætlunar eða ársreiknings er að sveitarfélagið sé rekið með halla. Í slíkri greinargerð ber að rekja helstu ástæður hallareksturs og gera grein fyrir því hvort sveitarstjórn líti svo á að um sé að ræða tímabundinn eða viðvarandi halla. Jafnframt ber að gera grein fyrir aðgerðum sem sveitarstjórn hyggst grípa til vegna hallans. Markmið breytingarinnar var að tryggja að fyrir upphaf árlegrar athugunar eftirlitsnefndarinnar liggi fyrir skýringar sveitarstjórnar á neikvæðri rekstrarniðurstöðu þannig að nefndin geti við fyrstu yfirferð fyrirliggjandi ársreiknings og fjárhagsáætlunar lokið við mat sitt á rekstri og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.
    Framangreindar breytingar á vinnuferli nefndarinnar, m.a. vegna breytingar á reglugerð um nefndina, hafa leitt til þess að formlegum bréfaskiptum milli nefndarinnar og sveitarfélaga hefur fækkað umtalsvert á síðustu árum eins og glöggt má sjá á listanum.
    Eins og fram kemur gerði eftirlitsnefndin ekki athugasemdir við ársreikninga fyrir árið 2004 hjá neinu sveitarfélagi. Í nóvember 2004 óskaði tekjustofnanefnd, sem skipuð var vegna átaks til eflingar sveitarstjórnarstigsins, hins vegar eftir tillögum frá eftirlitsnefndinni um úthlutun á sérstöku 400 millj. kr. aukaframlagi ríkissjóðs í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til að koma til móts við sveitarfélög í sérstökum fjárhagsvanda. Í tillögum sínum lagði eftirlitsnefndin m.a. til að 200 millj. kr. yrði úthlutað með sérstökum framlögum til sveitarfélaga sem að mati nefndarinnar væru í sérstökum fjárhagsvanda vegna erfiðra ytri aðstæðna. Að mati nefndarinnar töldust eftirtalin sveitarfélög vera í sérstökum fjárhagsvanda:
    Snæfellsbær, Siglufjarðarkaupstaður, Blönduóssbær, Húsavíkurkaupstaður, Ólafsfjarðarbær, Dalvíkurbyggð, Aðaldælahreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Sveitarfélagið Hornafjörður og Vestmannaeyjabær.
    Að tillögu nefndarinnar var úthlutun fjármunanna bundin því skilyrði að þeim yrði varið til að greiða niður skuldir sveitarfélaga og að beitt yrði öðrum fjárhagslegum aðgerðum til að styrkja rekstrargrundvöll viðkomandi sveitarfélaga. Samhliða úthlutuninni gerði nefndin samning við sveitarstjórnir umræddra sveitarfélaga um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit.

     2.      Hvaða sveitarfélög hafa selt veitustofnanir annars vegar og aðrar eignir hins vegar vegna fjárhagsvanda á undanförnum 10 árum? Hvernig er fjárhagsstaða þeirra sveitarfélaga nú?

    Á undanförnum árum hafa allmargar sveitarstjórnir ákveðið að selja veitustofnanir og/eða aðrar eignir sveitarfélagsins. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er sveitarfélögum ekki skylt að upplýsa ráðuneytið um sölu eigna. Með lögum nr. 74/2003 var þó tekið upp það nýmæli í 3. mgr. 65. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, að sveitarstjórn skuli tilkynna eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um sölu fasteigna sem eru nauðsynlegar til að rækja lögskyld verkefni sveitarfélagsins en ekki er tekið fram í ákvæðinu að sveitarstjórn þurfi að upplýsa nefndina um ástæður fyrir slíkri sölu. Fyrir vikið býr ráðuneytið ekki yfir tæmandi upplýsingum um sölu sveitarfélaga á veitustofnunum eða öðrum eignum sveitarfélaga á undanförnum tíu árum eða ástæður fyrir slíkum ákvörðunum. Sama máli gegnir um sameiningu veitustofnana í eigu sveitarfélaga við önnur veitufyrirtæki. Svar ráðuneytisins nær því aðeins til tilvika sem tengjast aðkomu ráðuneytisins eða eftirlitsnefndar að málefnum sveitarfélaga í fjárhagsvanda.
    Árið 2001 seldu sveitarfélög á Vestfjörðum hlut sinn í Orkubúi Vestfjarða til ríkisins. Í tengslum við söluna gerði eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga samkomulag við sveitarstjórnir fjögurra sveitarfélaga, þ.e. Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar, Reykhólahrepps og Vesturbyggðar, um að söluandvirðinu yrði ráðstafað til að bæta fjárhagsstöðu sveitarfélaganna með niðurgreiðslu skulda á grundvelli samkomulags við lánardrottna.
    Eins og áður hefur verið greint frá gerði eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2005 sérstakan samning um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit við sveitarstjórnir tíu sveitarfélaga. Markmið samninganna var að stöðva hallarekstur og skuldasöfnun, bæta eiginfjárstöðu og styrkja rekstrargrundvöll sveitarsjóðs til framtíðar með viðeigandi aðgerðum. Í samningum við sveitarstjórnir tveggja sveitarfélaga, Blönduóssbæ og Ólafsfjarðarbæ, var sérstakt ákvæði um að aðilar væru sammála um nauðsyn þess að að sveitarstjórnir seldu eignir sem ekki væru nauðsynlegar til þess að sveitarfélagið gætu rækt lögskyld verkefni sín. Árið 2005 tóku umræddar sveitarstjórnir ákvörðun um að selja veitustofnanir sem voru í eigu sveitarfélaganna og hefur fjárhagsstaða þeirra batnað verulega í kjölfar þeirrar ákvörðunar.