Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 444. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 572  —  444. mál.




Fyrirspurn


til fjármálaráðherra um greiðslur úr ríkissjóði án heimildar í fjárlögum.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.


    Hefur fjármálaráðherra greitt úr ríkissjóði án heimildar í fjárlögum með vísan til heimildar í 33. gr. laga um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997? Ef svo er, hvenær og hversu oft? Hve há var fjárhæðin hverju sinni og hvenær fór fram lögbundið samráð við hlutaðeigandi ráðherra? Hvenær og hvernig var fjárlaganefnd Alþingis gerð grein fyrir slíkum greiðslum? Hvenær var aflað samþykkis Alþingis fyrir greiðslunum?


Skriflegt svar óskast.