Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 446. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 574  —  446. mál.




Fyrirspurn


til menntamálaráðherra um skólavist erlendra barna.

Frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni.


     1.      Hafa yfirvöld kannað með einhverjum hætti hvort erlendir ríkisborgarar sem komið hafa hingað til dvalar um lengri tíma hyggist setjast hér að með fjölskyldum sínum?
     2.      Hefur verið reynt að kanna hve mörg börn erlendra foreldra munu þurfa skólavist næsta haust? Ef svo er, hve mörg erlend börn telja menntayfirvöld að þurfi skólavist?