Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 454. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 595  —  454. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um forsendur og framkvæmd sölu Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur.


     1.      Hvaða forsendur lágu til grundvallar ákvörðun stjórnvalda um að selja Heilsuverndarstöðina við Barónstíg? Við hvaða gögn var stuðst þegar ákvörðun um sölu var tekin?
     2.      Hafði farið fram mat á húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar og hver kostnaður yrði við endurbætur og viðgerðir ef starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins yrði áfram þar til húsa?
     3.      Ef slíkt mat var gert, hver var niðurstaðan varðandi umfang og kostnað? Ef svo var ekki, hver ber ábyrgð á að það var ekki gert? Telur ráðherra að slíkt mat hefði gagnast áður en söluferlið var hafið og leit hafin að nýju húsnæði?
     4.      Voru makaskipti milli borgar og ríkis reynd til þrautar? Um hvað var deilt og hvers vegna var málið ekki sett til úrlausnar í matsnefnd? Hver tók endanlega af skarið um að sættir næðust ekki um viðunandi makaskipti?
     5.      Telur ráðherra að slíkt mat hefði gagnast áður en söluferlið var hafið og leit hafin að nýju húsnæði?
     6.      Hver var hreinn hagnaður ríkisins af sölu Heilsuverndarstöðvarinnar og hvar er hann bókfærður?



Skriflegt svar óskast.